Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 13
28. apríl 1935 D V Ö L 13 Um stjörnuspeki Eftir JÓN ÁRNASON. 1 síðustu köflum lýsti ég sólkerf- inu og' dýrahringnum. Er lýsingin á sólkerfinu aðallega gerð til þess að gefa mönnum heildarhugmynd um það. Tölur þær, sem ég setti, eru auðvitað frá eldri tíma, en nægilegar til þess að fullnægja þessum tilgangi. Na'st er því að benda á þaðfyrir- brigði í stjörnuspekinni, sem nefnd eru hús. — Er sviðinu umhverfis Jörðu skipt í tólf hluta, eins og dýra- hringnum, Er það gert á þann hátt, að lengdarlínur eru dregnar um Jörðu og myndast á þann hátt tólf svið, sem eru breiðust um mið- bikið, en mjókka eftir því sem þau nálgast skaut sín, að sínu leyti eins og allar lengdarlínur, sem taldar eru í gráðum austur og vestur frá Greenwich, eiga skaut sín um pól- ana og renna þar saman í einn depil. Af þeim orsökum verður lengst bilið á milli þessara bauga eða lína um miðjarðarlínu. Svo virðist sem skaut þeirra lína sem móta húsin séu ekki sömu og pólarnir, þess vegna falla línur lengdarreikningsins ekki sainan við lengdarlínur húsanna — og myndast hér viss munur, sem kem ur greinilegar í ljós eftir því sem hækkar suður eða norður frá mið- jarðarlínu. Er örðugt að gera þetta skiljanlegt nema með uppdrætti og nákvæmum skýringum, sem þó eru mjög flóknar. Stundsjáin. Planeturnar, Sól og Tungl, dýra- hringurinn og húsin eru aðaluppi- stcður stundsjárinnar (horoskop) og hefi ég gert tilraun til þess að lýsa þeim hér að framan. Eru þessi atriði öll til staðar í sérhverri stundsjá og sýna hvaða afstcðu dýrahringurinn hafi gagnvart þeim álíveðna stað á Jörðu, sem lagt er fyrir á því augnabliki sem um er að ræða, t. d. fæðingu manns, hvernig dýrahringurinn beri við húsin og svo hvar plán- eturnar, Sól og Tungl eru í dýra- hringnum í sama augnabliki. En til þess að skilja stundsjána betur verður að minnast á eftir- farandi: Þrír baugar. — Þrjár hreyfing- ar koma hér til greina, sem allt byggist í raun og veru á: 1. Hreyf- ing Jarðar í kringum Sólu, sem mótar árið. 2. Ilreyfing Tunglsins í kringum Jörðina, sem mótar mán- uð. 3. Sn íningur Jarðar um sjálfa sig, sem mótar sólarhringinn. Með hieyfingum þessum eru mótaðir baugar eða þróunarskeið, sem eru: Ár, mánuður og dagur. Fyrsta hreyfingin er í rauninni sú, sem mótar dýrahring þann, :-ern stjörnuspekin notar og samkvæmt

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.