Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 15

Dvöl - 28.04.1935, Blaðsíða 15
28. apríl 1935 D V Ö L 15 og Tungls hverrar gagnvart annari atriði, sem mikil áherzla er lögð á í stjörnuspekinni. Eru afstöður þessar fundnar á þann hátt að telja stigin (gráðurnar) sem eru á milli þeirra. — Eru sumar af- stöður slæmar, en aðrar gcðar. 30 stig er veik afstaða, en góð. 4 5 stig er veik afstaða slæm, 60 stig er sterkari afstaða góð; 90 stig er sterk afstaða slæm. 120 stig- er sterk afstaða ágæt. 135 stig er veik afstaða slæm, 150 stig er einnig veik afstaða slæm. 180 stig er sterk afstaða slæm. — Samstæða (kon- junktion) og jafnstæða (deklinati- onsparallel), eru góðar afstöðuv þegar Sól, Tungl, Merkúr, Venus og Júpíter eiga í hlut, en slæmar þegar um Marz, Satúrn, Úran og Neptún er að ræða. — öll þessi atriði, ásamt ýmsum fleiri smærri atriðum, sem hér er eigi þörf að lýsa verður að taka til greina þegar á að leggja stund- sjá og lesa úr henni. — Verða þeir, sem, við þessi fræði fást að læra þessi atriði öll utan að og hafa þau í huganum,\ til þess að þurfa eigi að tefjast við lesturinn um of. Er þetta að eins stutt yfirlit yfir frum- drættina í bygg'ingu sérhverrar stundsjár. Stjörnuspekin skiftist í tvo meg- inþætti: Stærðfræði og' stjörnu- lestur. Með stærðfræðinni er átt við það hvernig reikna skuli stund sjá og leggja hana og- má með á- stundun læra það á nokkrum mán- uðum. En stjörnulesturinn er mikl- Hið nýja kemur Það kemur, það kemur, hið nýja, hið nýjat Þú nemur hið mjúka, hið glaða og hlýja, sem ómar og skin, sem ilmar og hlœr, þar, sem eitthvað, sem nýtt er, kemur og grœr. Það kemur sem vorsins blœr yfir breiður, sem blóm í varpa, sem egg i hreiður. Það nemur fjöll og það nemur dal, hið nýja, sem kemur og koma skal. Gott á hið nýja, sem grœr um morgna á gröfum hins liðna í skjóli þess foma. Gott á það einnig um glaðvakinn dag að geisast til valda með byltingalag. Vist þarf það stundum á stormum að halda, og stundum þarf það að brjótast til valda. um mun örðugri og' er í rauninni aldrei fulllærður. Á einu til tveim- ur árum geta menn í hjáverkum lært svo mikið að þeim sé unnt að gefa almennt yfirlit yfir stundsjá, en til þess að verða vel fær í fræð- um þessum er talið að menn þurfí 15 til 17 ára nám. Næst kemur lýsing- á stjörnu- merkjunum og eiginleikum þeirra.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.