Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 2

Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 2
2 D V Ö L 26. maí 1935 Kýmnisögur A d d i 1 i 11 i: Mamm!a, sjáðu manninn þarna. Hann hefir bara eitt hár ofan á höfðinu. M ó ð i r i n: Uss — hann getur heyrt til þín. Addi litli: Nú — veit hann það ekki sjálfur? F r ú i n: Hvernig stóð á því, Henrietta, að þér skylduð vera að kyssa sótarann? Hehrietta: Ég skil ekkert í sjálfri mér, en það var eins og mér sortnaði allt í einu fyrir augum. F r æ n k a n: Viltu fylgja mér á járnbrautarstöðina, Henry litli? H e n r y: Æi nei. Við ætlum að borða kvöldmatinn strax og þú ert farin. — Hvernig gat pabbi þinn komizt að því, að við tókum bíl- inn í gær? — Manstu eftir feita mannin- um, sem við ókum á? — Já. — Það var pabbi. — Hefirðu setið og drukkið í allan dag? — Já, það er af sorg vegna þess að kærastan sveik mig. — Hvað! Það er hálfur mánuður siðan! — Já, en ég hefi ekki haft pen- inga fyr. Spákonan: Þér muuuð giftast reglulega indælum manni. Frúin: 0, hvað það er gott! En hvernig losna eg við núver- andi eiginmann minn? — Maðurinn, sem eg giftist verð- ur að vera bæði hugrakkur og sterkur. — Já, það segir þú alveg satt. — Einu sinni veiddi eg 46 punda lax á stöng. — Það þykir mér ekki mikið. Einu sinni var eg að veiða í Þing- vallavatni og fékk svo stóran ur- riða, að eg var tvo tíma með hann á færinu áður en eg náði honum og----------- — Ha, ha, ha! Hann hefir auð- vita verið ein 150 pund! — Nei, nei, þetta er engin lyga- saga. En það get eg sagt þér, að þegar eg dró hann inn í bátinn, þá lækkaði töluvert í vatninu. — Ertu orðin málkunnug frúnni hérna á efri hæðinni? — Eg er erðin henni það kunnug, að eg tala yfirleitt ekki við hana. — Hversvegna stendur þú þarna alltaf steinþegjandi með símatólið við eyrað? — Eg er að tala víð konuna míua. Prentvilla var í síðasta hefti 16. bls., 4 línu að ofan: hárri röddu; átti að vera: hásiri röddu.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.