Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 3
2(5. maí 1935 D V Ö L 3 Það er gott að vera ríkur Eftir Guðmund Inga „Pabbi! Af hverju er hann Þor- steinn skipstjóri svona ríkur?“ — Sigurður hætti að brýna og varp- aði fram þessari spurningu. Hann studdist fram á orfið og hallaði höfðinu dálítið út á vinstri öxlina, eins og hann var vanur að gera, þegar hann spurði föður sinn að áríðandi spurningum. Bóndi stóð við í slættinum1 og svaraði: „Það er af því að hann ihefir verið svo duglegur og ötull að komast áfram“. Siggi strauk brýninu tvisvar sinnum eftir ljánum og spurði síðan á ný: „Eru þeir duglegustu þá alltaf ríkastir?“ Þrjózkukennd- ur efinn var auðheyrður í rödd- inni. Faðir hans hló við, — hann hálf púaði og hálf andvarpaði í senn og það gerði hann oftast, þegar hann átti við örðug við- fangsefni, þunga steina, illslæga jörð eða spurningar krakkanna. Svo kom svarið hægt og jafnt: „Það veit eg nú eltki drengur minn.“ Hann sagði þetta seint og áherzlulaust og sló síðan í ákafa, svo að Siggi skildi fullvel, að hann vildi ekki tala meira um það í þetta sinn. Þess vegna stóð nú Sigurður Bjarnason í slægjunni og velti fyr ir sér hvaða samband væri á milli Guðm. Ingi Kristjánsson. þess, að vera duglegur og að vera ríkur. Það var nú víst áreiðan- legt, að margir urðu ríkir af því að þeir voru svo duglegir, eins og Þorsteinn skipstjóri, Benjamín Franklin, og aðrir, sem hann hafði lesið um í almanaki Þjóð- vinafélagsins og fleiri bókum. En hitt var jafnsætt að ekki urðu all- ir ríkir, þótt þeir væru duglegir. Hann þurfti ekki að líta lengra en á ihann föður sinn, sem hamaðist þarna í slægjunni, bláfátækur maður. Þó hafði Siggi heyrt sjálfan hreppstjórann segja, að engan mann í sveitinni vildi hann heldur hafa í vinnu en Bjarna í

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.