Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 7

Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 7
26. maí 1935 D V Ö L 7 illa, en annars reið Jón Helgason á undan og söng, stunduim há- stöfum, en stundum nærri því í hálfum hljóðum. Áður en þeir höfðu farið klukkustundarleið, var hann búinn að syngja fimm sinnum allt kvæðið umi dalakof- ann, og einstakar vísur úr því miklu oftar. Atli stúdent tók alltaf undir i þessari vísu : „Á meðan blómin anga og sorgir okkar sofa er sælt að vera fátækur, elsku Dísa mín“. Svo greip hann inn í síðustu vísuna með innilegri röddu: „— — Dísa, kyisstu mig!“ Annað söng hann ekki. Þess á milli spurði hann Sig- urð eftir ömefnum og þjóðsög- um og ýmsu öðru og Siggi reyndi að teygja úr sér á hestinum og segja frá sem allra mestu. Filippus Arons og Hörður Her- mannsson riðu síðast í djúpum samræðum. Þegar kom í Reynihlíð, tók Jón Helgason í taumana á hesti sín- um og snéri honum við. „Hér er alltaf farið af baki“, sagði hann, og það var rétt hjá honum. Hann þekkti víst betur blettina, þar sem hann hafði set- ið og legið, en hina, sem hann hafði riðið hjá. „Er það vani?“ sagði Hörður lögfræðingur við Sigurð og hann játaði því. „Þá dæmist það rétt að vera“, sagði Hörður með sýslumanns- legu valdi, „að hér sé lagzt í grasið". Tnnan stundar voru þeir seztir með töskur sínar, nemá Filippns Arons, sem stóð hjá skipstjóra- Rauð og gerði gælur við hann. Svo leit hann upp eftir götunum. „Nú gerast óvæntir atburðir“, sagði hann. „Hér kemur nú stúlka í flasið á okkur“. Lögfræðingurinn lá endilangur og teygði isig. „Það er sjálfsagt Dísa að koma til að byggja dala- kofann“, sagði hann, og svo hermdi hann eftir Atla Jónatans- syni: — „Dísa, kysstu mig!“ Hinir litu til stúlkunnar, sem kom á hlaupum eftir götunum og rak sex kindur á undan sér. „Jæja, ungi vinur“, — fram- kvæmdastjórinn klappaði á koll- inn á Sigurði, — „nú verður þú að gefa upplýsingar og leggja fram skýrslu. Hver er þessi stúlka?“ „Það er hún Fríða í Fögruhlíð“. sagði Sigurður. Filippus hélt áfram að spyrja og Siggi svaraði og sagði frá því, að Fríða væri elzta dóttir Áma í Fögruhlíð, að hún væri 14 ára, að þau hefðu bæði fermzt síðast- liðið vor, og verið áður samán í skólanum, að hún hefði sjálfsagt verið að smala, því að bróður hennar hefði líklega vantað af ánum, og að Fríða fyndi alltaf ærnar, þegar hún leitaði. En þeg- ar Filippus spurði, hvort hún

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.