Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 10

Dvöl - 26.05.1935, Blaðsíða 10
10 D V Ö L 26. maí 1935 stúlka. Ég skal vera ákaflega góður við þig“. Hann sá einkennilegt bros um varir Harðar og Atla og hélt á- fram: „0g konan mín verður það líka. Hún er svo góð við allar stúlkur, sem ihún hefir. Og stúd- entinn hérna verður daglegur gestur í húsinu okkar. Vertu nú dugleg við konfektið, dísin mín litla!“ Lögfræðingurinn stóð upp, sparkaði í Jón Helgason, sem lá í móki, beygður yfir mosaþúfu og litaðist síðan um eftir hest- unum. Svo kallaði hann til Sig- urðar: „Farðu nú, góði minn, og lagaðu á hestinum mínum. Það er að snarast'. Sigurður tók þegar í stað á rás. Fríða stóð upp. „Nú týni ég ánum og tefst of lengi“, sagði hún. Framkvæmdastjórinn stóð einn- ig á fætur. „Ekki vil ég orsaka þér neinn óskunda, æfintýrabamið mitt, og farðu þá í friði, en hafðu í nesti þessa munnbita og öskjuna skaltu sýna föður þínum til marks um það, að þú hafir fundið farand- menn, sem heilluðust af ungri álfastúlku og fundu sannleikann í nafni þínu, Fríða í Fögruhlíð“. Hún rétti honum hendina. „Þakka kærlega fyrir, — og verið þið nú sælir'. Hún veifaði hendinni og hljóp af stað. Þeir horfðu á eftir henni með hatta og ihúfur í höndunum. Fríða nam staðar hjá Sigurði, sem var að girða á Glæsi. „Hvaða menn eru þetta?“ spurði hún lágt. Siggi sagði henni það, og þuldi allar nafnbætur og titla, sem honum datt í hug, að gætu átt við þessa ménn. „Þetta eru fífl“, hreytti hún út úr sér. ,,Fríða“, sagði hann. „Þú veizt ekkert, hvað þú ert að segja“. Hún kastaði á hann kveðju og hljóp af stað, en Sigurður leiddi Glæsi til þeirra félaga, sem Voru nú að búast til ferðar. Svo var lagt á heiðina. Fram- kvæmdastjórinn lék við hvern sinn fingur og hann kunni ó- þrjótandi gamansögur til að segja Sigurði, en á milli hældi bann honum fyrir dugnað og þroska og sagði alltaf „ungi vin- ur“ með stuttu millibili. Loksins sáu þeir heim að Ferjubakka. „Býr harin hér, sá skipherra, sem flytur yfir Skálafjörð?“ sagði Filippus Arons. Jón Helgason rétti sig upp með snöggu viðbragði. „Hann er enginn skipherra, heldur bara ferjumaður og bolsi“, drafaði í honum. „Og mundui það, að borga honum ekki meira en taxtakaup, því að hann er bolsi“.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.