Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 2

Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 2
2 D Ö L 31. maí 1935. V Kýmnisögur Kl. 3 að nóttu hringir síminn í svefnherbergi læknisins. Læknirinn er mjög þreyttur. Kona hans tekur þess vegna heyrnartólið og segir: — Maðurinn minn er ekki heima. — Guð minn góður, er svarað í simanum. Barnið hefir háan hita og er viðþolslaust af magaverkjum. Ósjálfrátt endurtekur iækniskonan þetta, og læknirinn hvíslar: — Hún á að setja volga bakstra við barnið og gefa því hoffmannsdropa. Og konan endurtekur þetta. — Já, en ef þetta nú ekki dugar? er spurt. Konan endurtekur þessa spurningu. — Auðvitað dugar þetta, segir læknirinn, og konan segir það sarna í símann. Þögn. Svo segir röddin í símanum: — En — fyrirgefið þér, frú — he-hefir maðurinn, sem sefur hjá yður, nokkurt vit á lækningum? Einusinni var ofurlítil mús að leita sér að æti í kjallara og kom þá að lekri vínámu. Dálítill pollur var kominn á gólfið og bragðaði mús- in á þessu og þótti gott. Er liún um stund hafði sleikt í sig vínið, hljóp hún upp á stóran kassa og hrópaði: „Látið þið nú helvítis köttinn koma, ef hann þorir!u — Pabbi, hvaða munur . er á bjart- sýni og bölsýni? — Það skaLeg segja þér, dreng- ur minn. Við skulum taka til dæmis ost. Bjartsýnismaðurinn sér sjálfan ostinn, en bölsýnismaðurinn sér ekk- ert annað en holurnar i honum. Við skotkeppni í Englandi vildi það einu sinni tíl, að Skoti og íri urðu hlutskarpastir, en stóðu jafnt að vígi og áttu að keppa til úrslita um 1. og 2. verðlaun. Pyrstu verðlaunin voru skrautlegur bikar, en önnur 5 pund sterling. Skotinn vildi nú ^era viss um að fá peningana og skaut því öllum skotunum fram hjá sinni skífu, en írinn, sem var ekki á því, aö láta honum takast þetta, skaut öll- um sínum skotum í miðja skífu Skot- ans. Úrslitin urðu því þau að Skot- inn hlaut 1. verðlaun og bikarinn, en írinn 2. verðlaun og peningana. Forstjórinn hefir kallað Larsen skrifara inn til sín og gefur honum alvarlega áminningu. Segir liann þá meðal annars: — Þér verðið að bæta ráð yðar, Larsen, ef þér ætlisC til að eiga nokkra framtíð við þetta fyrirtæki. Þegar eg er ekki viðstaddur eruð þér lang- latasti maðurinn liér. — Hversvegna sagðirðu kærust- unni þinni upp? — Það var alltaf tóbakslykt af henni. — Það var litilfjörleg ástæða. — Hún reykti ekki. Prentsmiðjan Acta.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.