Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 3
31. maí 1935 D V Ö L 3 Þú ert asni Eí'lir Þórarínn Guðnason Gunnar á Heiði lá andvaka í rúmi F,ínu- Sólin gægðist inn um norðuvgluggann og varpaði dauf- um geislum mitt í dagsbirtu vor- næturínnar á þilið beint á móti rúminu hans. Svona var hann bú- inn að liggja vakandi alla nóttina alltaf að bylta sér öðru hvoru, sveittur, leiður og þreyttur. Já, ] reyttur, en þó gat hann ekki sofnað. Hugsanirnar ásóttu hann. pin tók við af annari. Svo reyndi hann að hrista af sér þetta farg, ákvað að hætta að hugsa um þetta — það þýddi ekkert hvort sem var — ákvað að fara nú að sofa og vakna svo hraustur og afþreytt ur að morgni og leggja af stað í ferðalagið, kærulaus, óminnugur þess, sem nú var að kvelja hann og halda vöku fyrir honuml Nú ætlaði hann þó sannarlega að fara að sofa. En áður en hann vissi af voru þær komnar aftur, þess- ar kveljandi hugsanir, sem aldrei létu hann í friði, þessar yndislegu minningar sem komu og fóru, fóru og komu — ihver á fætur annari, upp aftur og aftur, alltaf þær sömu, en þó aðrar og ólíkar. Alltaf var það Hildur — Hildu'r í Heiðarbæ. Honumi var í raun og veru nautn í að rifja upp fyrir sér samverustundirnar með Hildi meiri nautn en hann gat gert sér grein fyrir, en þó kvöldu minn- ingarnar hann. Ekki reyndar þær, heldur hitt, að nú var þessum samverustundum lokið. Og samt var honum ljóst, að þeim hefði betur verið lokið fyrir löngu, hefðu betur aldrei átt sér stað. Þau voru fædd og uppalin í sama túninu, bara sitt á hvorum bæ. Þegar þau gátu gengið hvort heim iil annars eða hvort á móti öðru', toru þau að leika sér sam- an. Þau byggðu sér bæ, voru hjón og áttu börn, hesta, kýr og kind- ur. Allt var sameiginlegt, allt í 'btóðerni og án misklíðar. Þannig leið bernskan, áður en varði, eins og sólríkur dagur, sem enginn tekur eftir fyr en hann er liðinn. Það voru ekki minningar frá þessum tíma sem! ásóttu Gunnar. Nei, það voru minningar æskuár- anna, þegar leikimir voru ekki lengur hið daglega starf, heldur vinnan í þágu heimilisins, þegar krafta unglingsins var krafist til stritsins fyrir lífinu. Þá sáust þau sjaldnar en áður og ef þau hitt- ust var eitthvað á milli þeirra, einhver þröskuldur, sem aldrei nafði orðið vart fyr. Var það bara vegna þess, hve sjaldan þau hittust eða var eitthvað annað þarna að verki, eitthvað nýtt ? Minningarnar u'm þennan tíma komu og fóru hljóðlaust og skyndi

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.