Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 4

Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 4
4 D V Ö L 31. maí 1935 lega, óákveðnar og dularfullar. Allt í einu fór hann að líta óðrum augum á Hildi en áður og hann var ekki í neinum ^afa um, að ems væri ástatt fyrir henni. Þó leið honum oft hálfilla. Hann fekk hjartslátt þegar hann sá hapa eða heyrði talað um hana, þótti vænt um að heyra henni hrósað, en gætti þess þó vand- lega að leggja aldrei orð í belg sjálfur. Stundum1 kom yfir hann áköf iöngun til að taka hana í fangið, þrýsta henni að sér og kyssa hana á m’unninn. Ilann hafði lesið fáeinar skáld- sögur og ef nokkuð var að marka það, sem í þeim! stóð, gat þetta nýja, sem hreyfði sér í brjósti hans, ekki verið annað en ást. Var ástin þá svona? Var það svona að vera ástfanginn? En hvað það var skrítið! Og gaman! Og þó —. Það var eitthvað svo ó- rólegt, svo æsandi og heimtufrekt þetta, sem hann var altekinn af, eittlivað sem hélt huganum föst- um og fyllti hann fjarlægri, ó- kunnri þrá. Samt vissi hann að það var hvorki fjalrægt né ókunn- ugt sem hann þráði. Það var Hild- ur — hún ein. Hann þráði að vera með henni öllum stundum, helzt sem næst henni, alltaf — að ei- iífu. Jæja, svo ástin var þá svona. Dagarnir liðu, vikurnar, mán- uðirnir. Þau létu nú ekkert tæki- færi ónotað til þess að vera sam- an. Á sunnudögum um' sumartím- ann, þegar sólin skein og eldra fólkið hvíJdi sig eftir erfiði vik- unnar, riðu þau saman upp á heiði eða niður í dal, stundum alla leið niður að Oalseyri og voru þar við kirkju eða á útiskemmtun á völl- unum. Þegar veturinn lagði snjó- breiðu sína yfn landið stigd þau á skíði og renndu sér yfir holt og 'lautir eða iéku sér á skautum á heiðárvatninu. Á vorin gengu' þau saman í kvöldkyrðinni, settust niður á einihvern steininn eða þúf- una, þétt iivort upp að öðru og héldust í hendur. Þá var sólin oft komin hátt á loft þegar þau tóku eftir því að tíminn ihafði liðið eins og endranær, en ekki staðið í stað. Þá gengu þau; heimleiðis og skildu (ftir sig tvær götur í daggarhafi gróandans. Stundum runnu þessar götur líka saman í eitt. Þau voru i’gerlega sjálfráð, Gunnar og Hilaur. Enginn virtist hafa neitt við það að athuga, að þau væru saman, þegar þeirra þurfti ek'ki með við daglegu' störf- in. Sjálf hugsuðu þau víst sjaldan um það, að tftir þeim væri tekið eða að samvera þeirra gæti haft alvarlegar ífleiðingr fyrir þau. Gunnari var nú orðið Ijóst, að hann gæti aldrei hugsað sér að giftast annari stúlku en Hildi v, að hann gat ekki hugsað sér hana giftast neinum oðrum en sér. Þetta ætlaði hann að segja henni seinna, þegar þau væru bæði orð- in fullorðin. Ekkert lá á. Þetta

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.