Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 5

Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 5
31. maí 1935 D V Ö L 5 vissi hann að var sama sem bón- orð, og- þá hlaut hún að segja annað hvort já eða nei. Hann var alveg sannfærður um, að ihún mundi vilja sig, en ekki gat hann að því gert, að alltaf fékk hann hjartslátt og fann til einhvers kvíða, þegar hann hu'gsaði tíl þeirrar stundar, er hann færi að biðja hennar. Hann var svo feim1- inn, eða — hanr. vissi ekki hvað ...... Aldrei liafð' hann vogað sér að biðja hana i;m koss og þó hafði hann oft vtiið kominn á fremsta hluim með það, en ekki getað það þegar i átti að herða. Þegar björtu lokkarnir hennar snertu andlit hans, eða jafnvel vangarnir mættust augnablik, eins og í ógáti, fannst honurn svo ákaf- lega skammi til kossins, en — honum fannst hún ekkert hjálpa sér, ekkert koma á móti sér. Það dró úr nonum kjarkinn. Svo var þf ð að Engilbert kom að Heiðarbæ, .þessi stórvaxni, hálfþrítugi kaupamaður, sem tók Hildi frá nonum. Ekkert botnaði hann í, að H ’dur skyldi taka hann fram yfir sig. Hann þótti víst laglegur og karlmannlegur, en að hugsa sér annað eins og að hún, sem aldrei hafði verið með nokkrum strák nema honum, skyldi nú kasta sér í fangið á þessum risa. Hann var sjö ár- um eldri en hún og þar að auki drykkjuræfill og kvennabósi — eftir því sem sagt var. En hann var líka sonur einhvers hrepp- stjóra eða oddvita norðu'r í landi og svo var hann á búnaðarskóla á veturna. Það hafði heyrst eftir gamla manninunt í Heiðarbæ, að það væri jafngott þó að búfræð- ingurinn tilvonandi vendi strák- skrattann á Heiði af þessu flangsi utan í henni Hildi. Gunnar trúði því ekki að Eiríkur hefði sagt þetta. Hann var altaf svo vin- gjarnlegur og þægilegur við hann. Nei, þetta var áreiðanlega búið til af fólkinu og átti að réttlæta framkomu Hildar, en kenna Eiríki gamla um allt samán. En honum var alveg sama hvort það var Hildur ein eða faðir henn- ar líka, sem átti sökina á þessu. Eitt var honum ljóst. Og það var það, að Hildur var töpuð honum — horfin. Og þó átti hann afar- erfitt með að gera sér þess fulla grein. Sumarið, sem búfræðingurinn var á Heiðarbæ, sáust þau helzt aldrei, Gunnar og Hildur. Það var altalað á miðjum! slætti að þau væru trúlofuð, Engilbert og hún. Enda benti allt til þess. Þar sem annað var, þar var hitt líka. Hann kom í staðinn fyrir Gunnar, nema bara hvað vinnan aðskyldi þau ekki heldur. Þau voru ætíð í sama teig, þegar þau gátu því við kom- ið, sátu sam'an við mat og kaffi, gengu saman á engjarnar á morgn ana og heim á kvöldin. Fólkið á Heiði var að slá hinu megin við gerðinguna. Gunnar lét sem hann sæi ekki nágrannana, en hann s»

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.