Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 8

Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 8
8 D V 31. maí 1935 aldrei nema satt. En hún var engu síður asni sjálf. — Hildur, eg skil þig ekki.------Átti hann annars nokkuð að vera að fara þetta, úr því að hún vildi ekki koma með honum. Með sjálfum sér hafði hann óskað þess, að hún v rði samferða eins og í gamla daga. En nú yrði víst ekkert gam- ao Hvaða bölvuð vitleysa var þetla? Eins og að hann mundi skemmta sér nokkuð betur þó að hún væri þarna? Og eins og hann gæti ekki skemmt sér þó að hún væri hvergi nálægt? Hann vissi, að það gat hann ekki, en hann vildi ekki viðurkenna það, og sízt af öllu vildi hann láta hana og aðra hafa gamán af, að hann færi ekki vegna þess að hún sat heima. Hann kom á tvo bæi í leiðinni. Það var komið undir kvöld þegar hann kom niður á velli. Fólkið var að dansa. Hildur í Heiðarbæ stóð utarlega í mannþrönginni. Hann lét sem hann sæi hana ekki. Hvar skyldi hún hafa fengið lánaðan hest? Með hverjum skyldi hún hafa komið? Gúnnar fór að dansa. Allt í einu tók hann eftir að Hildur var að dansa rétt hjá honum á pallinum. Iíann horfði á hana stundarkorn. Hún leit úndan. Honum fannst hann verða að dansa við hana, hvað sem það kostaði. Hann ætl- aði ekki að gera það, og hann vissi að hann átti ekki að gera það, en hann gat ekki annað. Svo Ö L leiddi hann til sætis stúlkun^, sem1 hann var að dansa við. Viltu dansa við mig, Hildúr? spurði hann. Hún svaraði ekki. Bára kom þegjandi. Hún þrýsti sér upp að honum og lét höfuðug síga niður á öxl hans og að hálsinum1, eins og hún vildi byrgj'a það þar. — Þú ert asni! hvíslaði hún. — Þú ert asni, sjálf! sagði hann. — Þú ert asni, endurtók hún áherzlulaust og hljómlaust eins og upp úr svefni og þrýsti sér enn fastar að honum. Hann ætlaði að dansa næsta dans við hana, en hún sleit sig af honum. — Vertu sæll, sagði hún og kreisti hönd hans. Hann gekk til hestanna, steig á bak og rölti af stað fót fyrir fót, niðursokkinn í hugsanir sín- ar. Svo rankaði hann allt í einu við sér og sló í hestinn. Þegar hann kom heim læddist hann hljóðlega upp í rúmið sitt. allir voru í fasta svefni. Eftir þetta gerði hann sér enn meira far um en áður að reyna að uppræta ást sína til Hildar. Hann fann hvað þetta var óeðli- legt og hvað það eitraði líf hans og dró hann niður. Hann sótti nú skemúitanir niðri í dal meira en áðúr. Leitaði sér únaðar í faðmi annara kvenna, en fann ekki það, sem hann leitaði að og gat ekki gleym't Hildi. Hún var efst í huga

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.