Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 12

Dvöl - 31.05.1935, Blaðsíða 12
12 D V Ö L 31. maí 1935 K V E Ð J A Þú ert allt. sem ann ég heitast, yndi mitt og sólargleði. Þér vil ég öllu feginn fórna, færa allt mitt líf að veði. Þér brenna í augum eldar vorsins. Æ,skan hlær á þínum kinnum. Ég bið þér heilla í bæn og söngvum og blessa nafn þitt hundrað sinnum. Öll mín ljóð og ástarsöngvar, öll mín þrá og dulinn tregi falla þér að fótum, vina, í fögnuði á nótt og degí. Ég dái þig í draumi og vöku, drottning glæst í huga mínum Ég kysi fremur en konungsríki, koss af heitum vörum þínum. Má ég halla höfði að barmi. hlusta á léttan andardráttinn? Nema yl frá ungu brjósti, öran finna hjartasláttinn? Má ég kyssa mjúkar varir meðan rökkrið færist yfir, meðan svalir sunnanvindar signa allt á jörð, er lifir? Þó í skuggum skjótist vofur skaí þig, vina, hvergi saka. Ég skal öllu bægja burtu. Blunda þú, en ég skal vaka. Ég vef þig örmum, ef þér kólnar og um þig sveipa skykkju minni. Svo skulum við sofa saman sæl og glöð í náttkyrrðinni. Jón Helgason frá Stóra'Botni.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.