Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 18

Dvöl - 04.11.1934, Blaðsíða 18
14 D V ö L 4. nóv. 1934 „Fögur er hlíðin“. 1 fornsögunum eru ótal dæmi, sem sýna, að íslendingar unnu á þeim tíma mjög landi sínu. Peir voru að vísu mjög fúsir til ferða út unf öll þau lönd, er þeir skiptu mest við. En þegar ferðin var orðin nokkuð löng, þá dró hin sterka taug ættjarðar tilfinning- arinnar íslendinginn heim til ætt- argarðsins. Þegar Gunnar átti að hverfa til annara landa þótti hon- um „hlíðin“ fegurri en nokkru sinni fyr. Nokkrum öldum síðar var öðrum frægum Islendingi, Snorra Sturlusyni, gert erfitt um heimför frá Noregi. Þá sagði hann „Út vil eg“. Og hann sigldi heim til íslands, þó að því væri milcil hætta samfara. Löngun Gunnars og Snorra að vera heima í ættlandinu varð þeim báðum að aldurtila. Eftir daga Snorra Sturlusonar syrti í lofti. Þjóðin var í margar aldir í margháttuðum! böndum. Erlendar þjóðir vissu lítið um landið og litu niður á þjóðina. Og smátt og smátt fóru Islendingat að trúa því, að landið væri hvorki gott eða fallegt. Ef Islendingar hefðu fyrir svo sem hálfri öld verið spurðir um, hvort þeir vildu heldur búa 1 eða lifa í öðrum löndum, sem landsmenn höfðu spumir af, þá myndu margir hafa svarað, að þeir vildu komast héðan burtu, því að Island væri eitthvert leið- inlegasta land undir sólunni. þá liafði það verið siður kaupmanna og embættismanna, sem efnazt höfðu á íslandi, að flytja til Dan- merkur, er æfinni tók að halla og eyða þar fjármunum sínum. I augum þessara manna var ómögu- legt að búa á Islandi, nema með- an verið var að safna auði til að eyða í öðrum og betri löndum. En með aldamótunum síðustu komu betri tímar. Þjóðin endur- heimti land sitt, og fann að þar var í einu gnótt lífsskilyrða og mikil . fegurð. Islendingar fóru aftur að trúa á landið, og byrj- uðu að líta á það eins og óham- ingju að verða að flytja búferl- um til annara landa. Nú hefir íslenzka þjóðin aftur fengið sama viðhorf til landsins, eins og Gunnar og Snorri. Þegar þeir ætla að yfirgefa landið og þjóðina, finna þeir óslítandi bönd, sem tengja þá við „hlíðina" og fólkið, sem þar býr. Og ef þeir hafa dvalið um stund erlendis verður þeim hið sama í hug og Snorra. Þeir vilja aftur koma heim til landsins, og bera þar beinin, bæði í gleði og þrautum. ísland hefir aftur endurheimt sonu sína og dætur. J. J.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.