Dvöl - 01.09.1935, Qupperneq 7

Dvöl - 01.09.1935, Qupperneq 7
1. september 1935 D V 7 l’essa sömu nótt að vinna aftur ástir Indíánahöfðingjans, en hann svaraði blíðuatlotum hennar með fyrirlitningu og höggum. Hann hæddist að henni og bar hinn dökka hörundslit hennar saman við hörund spönsku konunnar. Að lokum varð hún svo viti sínu í'jær af þessari meðferð, að hún íirópaði: Asni! Hún metur hærra c itt hár á höfði hins spanska, eig- inmanns síns en þig og allt þitt ríki. Mikið held ég þesi nýja kona kæri sig um þig! Á þessu augna- bliki hvílir hún í faðmi manns síns. Indíánahöfðinginn öskraði af reiði og spurði hvað hún meinti. Og- hún svaraði í bræði sinni og afbrýði: — Farðu og sjáðu það sjálfur, ef þú trúir mér ekki. Höfðinginn fór og sá. Þau voru slitin hvort úr annars faðmi. Don Sebastian var bundinn við tré og skotinn, en Miranda, eftir því sem Indiánarnir játuðu síðar, var fyrst pínd á hinn svívirðilegasta hátt af konum höfðingjans, svo var hún bundin við tré og brend lifandi fyrir augum Don Sebasti- ans — og á nreðan hún dró and- ann, leit hún ekki af manni sín- um. — Þannig dóu Sebastian da Hurtado og Lucia Miranda, spánskur eiginmaður og spönsk eiginkona. Don Guzman ])agnaði. Frúmar þög'ðu einnig nokkra stund, Ö L hrærðar a.f sögu hans. Sumar þeirra höfðu tárast. Frú St. Leg- er rauf að lokúm þögnina: — Þér sögðuð okkur sanna og göfuga sögu, herra minn, og þér sögðuð hana vel, en saga yðar, sem byrjaði á því að lýsa hinum l ullkomna eiginmanni, endaði með því að hefja hina fullkomnu eig- inkonu til vegs og dýrðar. Don Guzrnan svaraði: — Hafi ég gleymt að hrósa, honum nóg í ákafa mínum að lofa dyggðir hennar og ágæti, hefi ég ]->á elsld einmitt gert það, sem mlest myndi gleðja hans göfugu og hugrökku sál?Vissulega, muncli hann hafa gleymt sínum eigin dyggðum fyrir þeirn glæsilega ljóma dyggðanna, er áf henni stóð og svo rnyndi hann óska að ég gerði einnig. Og þar að aukp min- ar heiðruðu frúr, þegar talið berst að Ivonum, hver hefir þá tíma eða skap til að hugsa um þræla þeirra ? Böðvar frá Hnífsdal Þýddi. Nonni: Eru þjóðverjar búnir að ná í Saar? Faðirinn: Já, drengur minn N o n n i: En liváð segja Rússar við því? F a ð i r i n n; Það kemur Rússum ekkert við. Nonni: Er ekki Saar konung- ur í Rússlandi?

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.