Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 16

Dvöl - 01.09.1935, Blaðsíða 16
16 D V 1. si'ptemhor 1935 gat ekkert gagn gert. Þær þvoðu kálfinum um snoppuna. — Ann- ars verður lykt af honum, sagði Lísa. Og þær nudduðu um hann salti. — Það á Lína að sleikja af, annars mjólkar hún ekki nógu mikið. Og þarna voru einhver ósköp um að vera í langan tíma. Þau sóttu nýjan hálm og biðu svo enn, þar til kálfurinn var stað- inn upp og reyndi, skjögrandi á beinunum, að komast á spenann. Þegar börnin loks komU heim um kvöldið, va.r pabbi þeirra þungbrýnn mjög og mammá þeirra leit einnig gremjulega til þeirra, einkum þó er hún varð þess vör, hyernig Helga hafði farið með kjólinn sinn. En þó var heimkoma barnanna að þessu sinni mjög ólík því, sem vant var að vera, Að augnabliki liðnu voru gremjuhrukkurnar horfnar af andlitum foreldranna og efa- semdasvipurinn orðinn að glöðu brosi. Börnin sögðu frá og spurðu, og spurðu og sögðu frá, og það var orðið áliðið kvöldsins, þegar þau fóru að hátta. Þegar pabbi og mamma seinna um, kvöldið voru að ganga til hvílu, kom lítil, hvítklædd stúlka að rúmi mömmu. — Má ég ekki koma upp í rúmið til þín, mamma? spurði Helga, Þetta hafði ekki komiö fyrir J mörg ár — já, það var svo langt um liðið, að mamma mundi varla eftir Ö I. því. Pabbi sofnaði, en mæðgur;i- ar voru lengi frameftir að hvíslast á. Fyrir hugskotssjónum Iielgu litlu hafði veröldin gerbreytzt í einum svip. Það hafði brotnað skarð í hinn háa múrvegg, er umlukti hið daglega líf, og gegn um það birtist henni ljós nýrrar vitneskju — leyndardómsfullt að vísu — en sem varpaði bjarma yfir ennþá leyndardóms- fyllri framtíð. Morguninn eftir, þegar allt var komið ,í samt lag og Lísa var komin til þeirra, í hvítu ullar- sokkunum sínum, sem hana klæjaði undan, í stykkjótta sunnudagakjólnum og með gula hárfléttustýrið aftan í , hnakkan- um, tóku börnin sitt í hvora hendi hennar og hlupu með henni út í skóg. Nú átti hún að segja þeirn sögur — aðrar sögur en þær, sem Oma frænka var vön að segja þeim. — En raunar voru það sömu, gömlu sögurnar, aðeins í nýjum búningi. Æfintýrið sjálft var komið til þeirra, Allt hið tilefnislausa þref þéirra o g sundurlyndi var gleymt, líf þeirra hafði öðlazt innihald, sem myndi fullkomnast jafnframt því, sem Helga þrosk- aðist. Þetta, sem hún nú hafði eignazt, myndi lienni aldrei leið ast og alltaf eiga hér eftir. En Dieter var enn of ungur, hann iryndi gleyma þessu.

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.