Alþýðublaðið - 24.07.1923, Síða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1923, Síða 1
*923 Þriðjudaginn 24. júlí. 166. tolubiad. Ji;m Larkin og jafnaðarstefnan á írlandi. Jim Larkin er ný og fjarska skær stjarna á festingu írskrá stjórnnaála, og stafar það vísast að miklu leyti af afskapiegri lýð- hylii hans. Hver einasti írskur götudrengur þekkir nafn Jim Larkins og veit, hvar hann á heima, og strætapentarinn, sem liðlangan daginn útbýtir listfengi sínu fyrir smáskildinga á gang- stéttarhellunum, festir mjög oft á þeim einkennilega andlitsdrætti Jim Larkins. Maira að segja frí- ríkisstjórnin, sem hinn roskni jafnaðarmannaforingi er eindreg- inn andstæðingur hennar, dirfist ekki að gera honum neitt, og heimili hans við Camden Place f Dyflinni er áreiðanlega hið eina, er sloppið hefir við hús- rannsókn. Jim Larkin er >tabu« [— helgidómur); sá, er dirfðist að hreyfa við honum, myndi baka sér réttláta reiði alþýð- unnar. * * * Jim Larkin befir ekki lengi átt heima í Dyflinni; eftir margra ára fangelsisvist í Sing Sing (í New York) kom hann fyrir mán- uði til borgarinnar að afplánaðri refsingu. Spurningu minni um, hvernig honum hefði liðið í amerísku fangelsunum, svaraði hann svo: »Hræðilega; . .. eink- um er þar ilt rð vera stjórn- málaföngum á móts við það, sem er í öðrum löndum. Mjög o't verða fangar, er á einhvern hátt hafa brotið fangeísisreglurnar, fyrir barsmíðum, svo að lagar úr þeim blóðið. Ég hefi sjálfur horft á þáð, að fangaverðirnir hafa hrækt í munn óþægum fanga til þess að beygja hann til hlýðni, « NAVY CUT CIGARETTES Smásöluverð 65 aurar pakkinn. THOMAS BEAR & SONS, LTD LONDON. %ear\ Fyrlrlestnr m Irtand. Áunað kvöld kl. 71/* heldur ——— ......- Kmid Holmboe fyrlrlestnr í Nýja Bíó um nú verandi ástand á írlandi og skýrir frá samtali vib De Valera og írska jafnaðarmannaforingjanu Jim Larkins. >En heima á írlandi — hvern- ig þykir yður hér að vera?« »Líka hræðilegt. Þetta fríríkí á það sameiginlegt við fríríkin í Ameríku, að forskeytið >frí< er hið eina, sem á skylt við frelsi í því. Auk þess gremst mér að sjá þá spillingu, sem orðið hefir vart innan jafnaðarmannaflokks- ins okkar, — fyrirbrigði, sem að vísu á sér líka í flestum löndum Norðurálfunnar.« >Eruð þér jafnaðermaður í anda Moskvamannanna?« >Nei, ekki heldur. Ég held, að það sé hollast fyrir okkur á ír- iandi, ef við gætum komið á jafnaðarstefnu-rfki á þjóðlegum grundvelli, — en þó — ekki hrein-írskum, heldur al-keltnesk- um.« >Hafið þér í hyggju að stofna flokk undir kosningarnar?« >Já, — og ég býst við, að mér takist að safna nægum at- kvæðafjölda, með þvf að óánægja með gamla jafnaðarmannaflokk- inn er mjög mikil meðal verka« manna.< >Hvernig haldið þér, að frí- ríkisstjórninni gangi við kosn- ingarnar?< »Ég fyrir mitt leyti held, að þessari stjórn muni ganga illa, með þvf að lýðveldissinnum fjölgar óðum, Valdi hennar er að elns haldið uppi með aðstoð máialiðs, sem gengst fyrir háu kaúpi.« >Ætli það sé satt, senr sagt er um ógnirnar í írskum feng- elsum?« >Það held ég, — og ég þekki sjálfur nokkur dæmi um mis- þyrmingar. Þannig sparkaði her- maður f kviðinn á ungri stúlku, 17 ára að aldri, svo að hún liggur nú milli heims og heljar í einu fangasjúkrahúsinu, og f gær var, eins og þér vitið, sparkað hrottalega í frú Despard (systur French’s marskálks) af fríríkisherforingja, af því að hún Framhald á 4. siðu,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.