Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 5

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 5
D V| ö L 139 með spennta vöðva, eins og hann væri öðru vanari en að hvílast í stól. „Mikið ert þú góður drengur, Sheather minn, og ef þú vilt einhverntíma koma heim til mín, þá skal ég sýna þér nokkuð, sem pnginn annar hefir fengið að sjá“. ,,Og hvað skyldi það nú yera?“ spurði Daníel. Gamli maðurinn lækkaði róm- ínn og hálfhvíslaði: „Tennurnar mínar“. „Tennurnar þínar!“ „Já, þú kemur einhverntíma heim til mín og þá skal ég sýna þér tennurnar mínar“. „En ég hafði ekki hugmynd um, að þú ættir neinar tennur“, sagði Daníel og horfði næstum óviðeigandi fast á rýra, tann- lausa góma gamla mannsins. „Nei, það hafa ekki margir hugmynd um það. Ég geng ekki með þær alla daga. En ég á tvo Ijómandi fallega tanngarða“. „Fékkstu þá á spítalanum?“ spurði Daníel, um leið og hann setti teið á borðið. Gadgett hellti hægt og gæti- lega með skjálfandi höndum úr bollanum á undirskálina, saup nokkra sopa, og svaraði þá með alvöruþunga í röddinni: „Nei — ég held nú síður. Ég smíðaði þá sjálfur“. „Það var svei mér laglega af sér vikið. — Hvernig fórstu að því?“ „Ég hefi haft þá í smíðum í nærri tíu ár. Þetta eru kinda- tennur, sem ég hefi íundið úti á heiðinni, og síðan sorfið og fægt, þangað til þær voru hæfilega stórar. Og ég tengdi þær saman með tveimur vírspottum og festi þær svo á tvo spýtukubba.... ég er viss um, að þú hefir aldrei séð neitt, sem kemst í hálfkvisti við þær“. Daníel var nú fyi’ir alvöru far- inn að taka eftir. „Þú ert svei mér enginn klaufi, Gadgett. Það ætti að vera ein- hver munur fyrir þig að hafa þær, þegar þú borðar“. Gadgett varð hátíðlegur á svipinn. „Nei, ég nota þær aldrei, þeg- ar ég borða. Þær eru þannig gerðar — og eiginlega á ég hálf bágt með að tala, þegar ég er með þær uppi í mér, en ég hefi þær til prýðis. Einhverntíma ætla ég að láta taka mynd af mér með þær. En ef þú kemur heim til mín, þá skal ég sýna þér þær“. „Já, það væri gaman“. „Ég hefi þær nú ekki til sýnis fyrir hvern sem er. En í dag hefir þú sýnt mér góðvild, Sheaí- her minn, og það hefir enginn verra af því. Ég hefi oft óskað þess, að veslingurinn hún Ellen mín hefði séð tennurnar mínar, því að ekki var það svo sjaldan, sem hún sagði: „Bara að þú hefðir nú efni á að fá þér tenn- ur, góði minn. .. . “ Kannske var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.