Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 20

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 20
154 vísar kalskellur á kollinn sinn, ef hún vogaði sér að reka hann upp úr sinunni. Ljónslappinn var næst- um því einn um það að sýna sinn vorgræna lit. I slíkum þræsingum verður kvelligjarnt bæði mönnum og fén- aði. Þær bera þess augljósan vott- inn, ærnar í Ljósadal, þetta vorið. Og óvíst, hvemig hagur þeirra stæði nú, ef þær hefðu ekki lengst af notið við síns góða og dygga hirðis, Þorvaldar Egilssonar, sem um áratugi hefir gegnt þessu starfi. En í dag var hann borinn til moldar og jarðsunginn að kirkj- unnar lögum. Það er nú liðin hálf önnur vika síðan mér var falið að annast um starf hans við lambféð, sem ekki var glæsilegt viðtöku, þegar sérhver dagur þyrlaði banvænu rykinu yfir landið, og frostnætur særðu til bana hvert blað og hvern stöngul, sem teygði sig upp úr moldinni. — Hvílík blessun að fá þessa dembu eftir steikjandi sólskinsdag. Ég fleygði af mér skyrtunni heima við réttar- vegg og nýt nú þessa steypibaðs með viðlíka áfergju og hin skræln- aða gróðurmold. En dalurinn klæð- ist í hátíðabúning. Alla þessa daga, sem ég hef rölt hér um brekkurnar sem sporgeng- ill Þorvaldar sálaða, hef ég verið að rifja upp æfiferil þessa ein- kennilega manns. Enginn var jafn- kunnugur honum og ég, og það hefði verið fátt, sem presturinn gat D V Ö L sagt um hann persónulega við út- för hans, ef ég hefði ekki gert hon- um þar þá úrlausn, sem ég vissi, að Þorvaldi sálaða var ekki óvel- komin. Þegar hann kom hér í dalinn, var hann um tvítugt. Hann var ættaður norðan af Melrakkasléttu, en útþráin hafði kallað hann burt. Eftir að hafa dvalið á alþýðuskóla og róið á Suðurnesjum, réðist hann vetrarmaður að næsta bæ við Ljósadal. Þar biðu hans þau örlög, sem fjötruðu fót hans við þessar slóðir til æfiloka. Fögur er sveitin, og fegurri miklu vegna dvalar hans. Lífið hefir skorið hér upp það, sem dauðinn sáði. Þú járnhenti, glott- andi dauði, hver er vegur þinn og hvert er mark þitt? Þú kyrkir í greipum þínum hið fegursta líf á þess glæstasta skeiði, og á því sama augnabliki knýrðu það fram, sem vekur fræið í moldinni og fyll- ir andann með sköpunarþrá og vaxtarorku. Eða ber ég þig oflofi mitt í ásökun minni á hendur þér? Var það andstæða þín, sem endur- vakti lífið á blóðakri þínum og græddi sár þau, sem þú veittir af miskunnarleysi? Mundi nokkur sá, sem ekki hefði komizt við af kjörum Þorvaldar, þegar hann kafaði lausamjöllina heim að Ljósadal, með unnustu sína dána á örmum sér. Síðan eru langir og margir dagar, löng og f jöldamörg ár. Hann var ungur og hraustur, þegar hann bom hér í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.