Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 22

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 22
156 D V ö L dal, eftir vandlega íhugun þess, hvað gera skyldi. Hann réðist þangað sem f jármaður við beitar- húsin; þau voru skammt úr þeirri leið, sem hann gekk svo erfiða hríðarkvöldið örlagaríka. 1 vistar- samningnum var sá einkennilegi liður, að Þorvaldur skyldi fá til eignar og umráða landspildu nokkra, spölkorn frá húsunum, sem Ljósahvammur heitir, grasi- vaxin laut, sem svarar einni vallar- dagsláttu að stærð, og takmark- ast af lækjum að sunnan og vest- an, en af klettabelti að norðan og austan. Þarna í hvamminum, við syðri lækinn, hafði Sólveig andazt í faðmi hans. Enginn spurði um ætlun hans með þessum kaupum. En það varð bráðum deginum ljósara. Strax um vorið kom Þorvaldur upp vand- aðri girðingu um hvamminn. Vann hann að því um helgar, frá því að vinnu var hætt á laugardögum og fram á sunnudagskvöld. Enginn sakaði hann um helgidagsbrot, og jafnvel presturinn, sem þó var gamall í hettunni, lét það á sér skilja, að þarna mundi vera heilag- ur staður. Að áliðnu sumri mátti líta þarna blómskrúð með óvenjulegum hætti. Gular og hvítar og rauðar rósir breiddu þar út krónur sínar milli fífla og sóleyja og fjölmargra blómjurta annara. Lind, sem spratt upp við hamrabeltið var leidd í pípum niður í hvamminn og opnaðist þar í dálitlum gosbrunni, sem féll í blágrýtisþró við dymar á ljósbláu sóltjaldi. Á hverjum sunnudegi var Þor- valdur að störfum sínum og hug- leiðingum í þessu blómanna heim- kynni. Margir komu þar til hans, því að staðurinn liggur við alfara- leið. Og allir mættu þar sömu al- úðar kveðjunni. En aldrei þáði hann liðsinni þeirra við starfið. Af verkum hans eins átti . Ljósa- hvammur að byggjast upp sem minnisvarði þess alls, sem hann hafði misst; í hann skyldi hann leggja trú sína, krafta sína og sál, gleði sína og harma. — Og allir sneru þaðan til baka með einhuga samúð. Sannarlega var þarna heilagur staður. Svo kom haustið, blómin föln- uðu, féllu til jarðar og dóu. Síðan langur og kaldur vetur með frost- um og fannalögum, blotum og blindhríðum. Þörvaldur gekk dag hvem á beitarhúsin og héilsaði hvamminum sínum um leið. Þórður í Ljósadal sá, að hann hafði ekki keypt köttinn í sekkn- um, þegar hann vistaði Þorvald sem fjármann. Og þess var líka fullkomin þörf, því að veturinn þessi varð erfiður mörgum, sem illa voru við honum búnir eða kunnu ekki með fénað og heybjörg að fara. Um sumarmálin gat Þor- valdur miðlað af litlum efnum úr beitarhúsahlöðunni, enda þótt æmar í Ljósadal hefðu aldrei ver- ið fleiri með rúkraga um páska- leytið, né sauðirnir þróttmeiri að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.