Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 23

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 23
D V Ö L 157 hlaupa og krafsa eftir hverri lyng- bólu, sem teygði sig upp úr klak- anum eða bældi sig undir frerum og lausamjöll. Og árin liðu, ýmist löng eða stutt, mild eða hörð. Þorvaldur vistaðist áfram í Ljósadal, gekk á beitarhúsin í harðindum vetrarins, en græddi hvamminn sinn í frí- stundum vors og sumars. Á fáum árum reis upp tignarlegur skógur í Ljósahvammi, þar sem líta mátti bjarkir og reynitré og runnagróð- ur ýmsan af íslenzkum stofni, auk nokkurra tegunda útlendra. Og í skjóli þessa blómaskrúð með öllum regnbogans litum. Það var al- mannarómur að guði lífsins og ljóssins væri betur þjónað á þess- um stað heldur en við rykfallnar gráturnar í Valshamrakirkju. Þetta var sannarlega heilagur staður. —:------Nú er hljótt yfir Ljósa- hvammi. Regnið drýpur af grein- um trjánna — fagnaðartár yfir nýju vori ? Eða vitið þið, reynir og björk og fjallafura, hvað gerzt hefir seinustu dagana? Skilduð þið bænir og stunur verndara ykkar, þegar hann lá hér á meðal ykkar í andarslitrunum, f jarri mannlegri hjúkrun? Var hann ekki sæll á þeirri stundu með samúð ykkar að baki og vonir eilífðarinnar fram- undan ? — Og hvað býr í huga þér, þröstur minn litli, sem svo fagur- lega stilltir hörpu þína meðan sól- in skein, en drúpir nú þögull í toppgreinum reynikóngsins ? Sakn- arðu vinar í stað, þar sem enginn réttir út hönd sína og tístir á móti þér í samúðarkenndum fögnuði? Og hvers muntu vænta, þú dökk- brúna mold, sem þrútnar við glóð- volgan regnstrauminn, eins og hið lífsþyrsta brjóst við innstreymi ástarinnar? Finnst þér biðin ónotalöng eftir snertingu fræsins og neikvæður ylur hinnar bleik- fölu laufsængur? Hví drúpir þú svo einmana, Ljósahvammur ? Ég opna hliðið og hvísla þess- um orðum af klökkum og biðjandi hug: Hann fól mér að annast þig. Gamla konan á strætinu Ég sé þig ganga á strætinu með stirðnað fjör í spori, og styðja þig við göngustaf á lífsins hálu braut. Á veðurbarið andlit þitt er letur skortsins skrifað, er skapaðist við erfiðleika og margra ára þraut. Þú ert sem einhver draumsýn eða óskiljanleg gáta, þótt útlit þitt og framkoma minni á galdranorn. Þú röltir þennan seinagang með dulinn liarm í hjarta og hverfur loksins sýnum — við næsta götuhorn. Helgi /Sæmundsson • Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.