Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 26

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 26
160. D V O L ur en það hefir oftast verið að undanförnu. Hér fara á eftir ummæli tveggja íslenzkra prófessora um Zadig, kafli úr bréfi frá Þorsteini Erlings- syni til hans, vísa, er Þorsteinn orti til Zadigs á jólunum, er hann dvaldi hér, áður óprentuð, og loks er kafli úr grein, sem Zadig reit um Þorstein látinn. Einnig er birt hér að framan þýðing Zadigs á Sól- skríkjunni eftir Þ. E. V. G. II. Síðasta veturinn, sem ég sat í latínuskólanum, 1904—1905, sagði einn félagi minn mér frá því, að hér í Reykjavík væri sænskur stúdent við íslenzkunám. Svíar voru þá sjaldséðir gestir hér á landi, og þó að margir skólapilt- ar bæru við að lesa eitthvað af sænskum bókmenntum og syngja sænska söngva, var bæði fram- burður málsins og skilningur, þar sem mismunur var á dönsku og sænsku, heldur bágborinn. Við réð- umst því í það nokkrir félagar, að fá tilsögn í sænsku hjá þessum " stúdent. Þetta varð upphaf að kunningsskap okkar Viggo Zadigs. Við urðum fljótt samrýndir, og eftir að skóla var slitið um vorið urðum við samferða norður. Hann var nokkra daga um kyrrt á Eyj- ólfsstöðum í Vatnsdal, þar sem fósturforeldrar mínir bjuggu, síð- an fór ég með honum norður á Akureyri, sneri þá heim aftur, en hann hélt einn áfram alla leið austur á Seyðisfjörð. Þetta var skemmtilegt ferðalag, við villt- umst á Uxahryggjavegi og lágum úti dýrðlega vornótt uppi við Reyðarvatn, þá kom ég í fyrsta sinn að Reykholti og Hólum, fór í fyrsta sinn yfir Heljardalsheiði o. s. frv. Þessi ungi og glæsilegi Svíi, sem talaði ágætlega íslenzku, var góður söngmaður og hvers manns hugljúfi, var öllum au- fúsugestur, þar sem við komum, og hinn ákjósanlegasti ferðafélagi. Sumarið eftir fór ég til Hafnar, og þau 10 ár, sem ég dvaldist þar, var stutt á milli okkar, því að Viggo var þá ýmist í Malmö hjá foreldr- um sínum eða Lundi og Eslöf. Fundum okkar bar því oft saman beggja megin Eyrarsunds. Seinna urðu samfundirnir slitróttari, en sjaldan hef ég setið mig úr færi að koma við í Malmö, ef ég hef verið á ferð þar nálægt. Og alltaf hefir mér verið fagnað með sömu alúðinni, bæði af foreldrum Viggo Zadigs, meðan þau lifðu, og á hans eigin heimili. Ég á þaðan margar endurminningar, sem mér þykir vænt um. Þó að ekki sé unnt að segja neina æfisögu 1 þessum fáu línum, get ég ekki stillt mig um að drepa á það, hvers vegna Viggo Zadig kom til Islands. Faðir hans var efnaður verksmiðjueigandi og vildi láta son sinn verða kaupsýslu- mann. En hugur Viggo stóð til margra annara hluta, og hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.