Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 27

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 27
D V ö L 161 undi. illa skrifstofustörfunum. Hann vildi verða málfræðingur og kennari. Og því fekk hann að ráða. Hann byrjaði námið á því að fara til Reykjavíkur og læra íslenzku, eins og Rolf Arpi einn sænskra málfræðinga hafði áður gert. Síð- an tók hann próf í norrænum og rómönskum málum í Lundi og gerðist að því búnu kennari í Eslöf. Hann var upplagður kennari, hafði sérstakt lag á börnum og ungling- um og ætlaði sér með tímanum að koma sér upp sínum eigin heima- vistarskóla. Auk þess var hann listhneigður, eins og fleiri frænd- ur hans, og fékkst talsvert við skáldskap. En ekki má sköpum renna. Þegar faðir hans tók að eldast, þurfti fyrirtæki ættarinnar nýjan forstjóra, og til þess þótti engum eins vel treystandi og Viggo. Hann hvarf þá frá öllum öðrum fyrirætlunum, tók að sér hina umsvifamiklu stjórn verk- smiðjunnar og hefir leyst það starf af hendi með miklum dugn- aði og forsjá. En þrátt fyrir allar annir sín- ar hefir hann engu gleymt af sín- um gömlu áhugamálum og allra sízt íslandi. Hann hefir skrifað fjölda af greinum um Island í sænsk blöð og tímarit. Eina skáld- sagan, sem honum hefir enzt tími til þess að skrifa, Religio, gerist að nokkru leyti á Islandi. Vorið 1930 gaf hann út stuttan leiðarvísi í íslenzku handa Svíum, sem hing- að ferðast. Þó að hann hafi að- eins einu sinni komið hingað snöggva ferð þau 32 ár, sem liðin eru frá því hann hafði hér vetrar- dvöl, þá les hann ekki einungis ís- lenzku ennþá, heldur talar hana og skrifar prýðilega. Ég held, að öll bréf hans til mín hafi verið á íslenzku. Og hann hefir ekki sízt sýnt ræktarsemi sína við land og þjóð með því að taka hverjum landa, sem að garði hans hefir borið, opnum örmum. Islenzka þjóðin hefir verið svo lánsöm að eignast. fleiri og betri vini meðal erlendra ágætismanna en við mætti búast, þegar gætt er smæðar hennar og einangrunar. En mér er óhætt að segja, að með- al þeirra eru ekki margir, sem sýnt hafa henni fölskvalausari tryggð en Viggo Zadig. Sigurður Nordal. III. Á söngför Karlakórs Reykjavík- ur um Norðurlönd árið 1935 kom- um við m. a. til Malmö. Veðrið var vont, krapahríð og kuldi en helzt hafði verið gert ráð fyrir að sungið yrði úti. Varð ekk- ert af söngnum þar vegna kuld- ans. En þó að koman til Malmö yrði að þessu leyti kuldaleg, þá varð hún mér, og nokkrum hóp úr kórn- um, einhver hlýlegasta koman í allri ferðinni að öðru leyti. Því að þar hittum við Viggo Zadig. Hann hafði unnið að því að kór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.