Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 37

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 37
D V O L 171 hann og settu tappa þar í. Síðan tróðu þeir öllum hvítu selskinnun- um í þennan trébelg, og reru hann svo á eftir kajökunum. Þeir reyndu nú að nota skinnin fyrir segl og sáu að ekki var auðvelt að greina þau frá ísjökunum á firð- inum. Og svo héldu þeir til Qaqor- tok. Það var álandsvindur og ís- inn rak inn á f jörðinn. Margir bát- ar voru þá saman og þeir höfðu allir hvít skinnsegl. Þeir lögðu að landi norðan við Qaqortok og söfnuðu þar einihríslum. En Kais- sape og félagi hans skriðu inn í trjábolinn og létu reka heim að bænum, en horfðu út um tappa- götin. Þeir sáu, að Grænlendingar komu út og heyrðu að þeir voru, að tala um það, hvort það mundu' vera Skrælingjar, sem þeir sáu. En höfðinginn sagði, að það væri ekki annað en ís, og svo gengu þeir allir inn aftur. Nú flýttu Skrælingjar sér í land með viðarbyrðar sínar, hlóðu þeim umhverfis húsið og kveiktu í. Allir Grænlendingarnir brunnu inni nema Ungortoq. Hann greip ung- an son sinn, stökk út um glugga og flýði. Kaissape elti hann, og er Ungortoq hljóp fram hjá tjörn nokkurri, fleygði hann syni sínum í hana, svo að Skrælingjar skyldu ekki ná honum lifandi. Ungortoq komst undan og til Igaliko (Garðar) og settist þar að í hjá höfðingjanum Ólafi. En Kais-i sape sat þar um líf hans og þess | vegna flýði hann, fyrst til Licht-l enan-fjarðar, þaðan til Tasermiut og seinast til austurstrandarinnar í grend við Aluk. En Kaissape veitti honum eftirför. Hjá töframanni á Austur-Græn- landi fékk Kaissape það heilræði, að hann skyldi gera sér ör úr timbri úr þvottahjalli óbyrja konu, og hann gerði það; en auk þess hafði hann margar aðrar örvar. Nú fóru þeir Kassape og félagi hans þangað sem Ungortok var. Kofi hans var hjá stóru vatni. Þeg- ar dimmt var orðið, læddist Kaiss- ape heim og gægðist inn um glugg- ann. Ungortok gekk um gólf, svo að hann gat ekki skotið hann, en í þess stað skaut hann konu, sem var með barn á brjósti. Hann drap hana með ör í hálsinn. Ungortok rauk þá út og nafði oxi mikla i hendi, en Kaissape hljóp út að vatninu, þar sem örvar hans voru geymdar. Þegar hann byrjaði að skjóta, fleygði Ungortok sér flöt- um og gat gert svo lítið úr sér að Kaissape gat ekki hæft hann. En þegar hann skaut töfraörinni hæfði hún Ungertok í hökuna og gekk örin niður í hálsinn. Hann var þó ekki dauður, heldur elti Kaissape þangað til hann hneig niður af þreytu. Þegar hann raknaði við sá hann Ungortok liggja dauðan rétt hjá sér. Þá hjó Kaissape af honum handlegginn og sagði: „Sjáðu handlegginn, sem þú hefir víst ekki gleymt!“ Siðan drap hann barn Ungortoks og fór svo heim. Á norðausturströnd Grænlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.