Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 39
D V 0 L 173 Ósannindi hversdagslífsins Eftir Leck Fischer [Leck Fischer er einn af efnilegustu yngri rithöfundum Dana. Vinsældir hans hafa vaxið mjög með hverju ári, og nú nýtur hann einna mestrar hylli sinna jafnaldra meðal danskra rithöfunda. — Hann mun ekki kominn langt jdir þrí- tugt. — Skal hér gelið nokkurra bóka hans frá síðustu árum: „En Dreng fra Gaden" (1932) er skáldsaga, sem lýsir áhrifum stórborgarlífsins á dreng úr al- pýðustétt. „Kontormennesker" (1933) er skáldsaga um „flibbaöreiga“ og líkist nokkuð hinni vinsælu sögu Hans Fall- ada: „Hvað nú, ungi maður —„Det maa gerne blive Mandag'“ er skilmerki- leg lýsing á áhrifum atvinntileysisins og afleiðingum. — Loks er svo að nefna stóra Ikáldsögu: „Leif dén I„ykkelige“ (1935). — Vorið 1936 gaf Fischer út tvö leikrit: „Det tomme Hus“ og „Barnet“, sem bæði fengu ágæta dóma — Leck Fischer hefir skrifað mikinn fjölda smá- sagna, og hafa nokkrar peirra verið pýddar á íslenzku.] Larsen tók allt í einu eftir því, að glaðværðin var horfin. Honum varð litið til konu sinnar. Gestirn- ir sátu umhverfis borðið í stóru stofunni. Glugginn var opinn, út um hann sást ekkert nema þykkt náttmyrkrið. Þeir horfðu hver á annan, eins og þeir hefðu aldrei sézt áður, og óskuðu einskis meir en að komast heim. Einn léttúðug- ur náungi spurði, hvenær síðasti sporvagninn færi, og eftir það var eins og enginn hefði löngun til að brjóta upp á neinu nýju. ,,Það má víst ekki bjóða ykkur eitt epli, eða lítið glas af víni?“ Frú Larsen hafði skilið hina þöglu hvatningu mannsins síns, og benti á borðið. Hún leit biðjandi í kring- um sig, en það var eins og enginn tæki eftir því. Hún óskaði af heil- um hug, að gestirnir færu að fara. Hún var afskaplega þreytt. Larsen tók flöskuna og skipti því, sem eftir var, í glösin, þar til hann rétti snögglega úr sér og brosti: ,,Ég get reyndar sagt ykk- ur, að það er ekki alveg hættulaust að ferðast um þessar slóðir hérna á næturþeli. Einu sinni hefir verið ráðizt á okkur Emmu.“ „Hefir verið ráðizt á ykkur?“ „Því megið þér til að segja okk- ur frá, herra Larsen. Var það á þessum vegi hérna?“ Nú rak hver spurningin aðra, svo að hann hafði ekki við að seðja forvitni þeirra. Larsen lét tóma flöskuna seinlega á borðið. Hann nai|t þess, að allir skyldu nú beina athygli sinni að honum. Það var ekki um seinan að bjarga kvöld- inu. Honum gramdist dálítið, hvað Emmu stóð algjörlega á sama um það, sem hann var að segja. En hann gleymdi því bráðlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.