Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 41
D V ö L 175 að kvöldinu. Það var ekki hægt að bera á móti því. „Auðvitað hefi ég ekki gleymt því, en það var þó é g, sem barði fyrst.“ „Já, en það vorum v i ð , sem hlupum, eins og einn ónefndur væri á eftir okkur. Og eftir allt saman var þetta ekki annað en vesalings beiningamaður, sem bað um aura. En alltaf, þegar þú segir þessa sögu, þá gerirðu það svo sannfærandi, að mér liggur næst að halda, að þú trúir sjálfur lyg- inni úr þér.“ Frú Larsen leit á mann sinn, og hann lét glösin á saumaborðið, hann hafði annars gætt þess gaum- gæfilega allt kvöldið, að enginn setti þangað glas frá sér. Er þetta hún Emma, sem talar svona? hugsaði hann. Hann varð hikandi. Ef hún skyldi nú hafa sagt ein- hverjum, hvemig þetta gekk til í raun og veru. Hann var orðinn syfjaður. Hvers vegna lét hún svona ? ,,Þú vilt kannske beinlínis saka mig um að hafa logið?“ Hann náði það miklu valdi yfir sér, að hann gat spurt gremju- laust. „Já það gerirðu! Það er ekki aðeins þessi saga, heldur svo margt, margt fleira. Umfram allt verður birtan að falla á þig. 1 kvöld varstu hetja, önnur kvöld hefurðu gert góða verzlun, eða vakað heila nótt á skrifstofunni, þótt þú hafir aðeins xmnið f jögra tíma eftirvinnu í þessi átta ár, sem við höfum verið gift. Ég þoli ekki alla þessa lygi.“ „Hvað áttu við?“ Larsen glað- vaknaði. „Skaprauna ég þér með þessum meinlausu sögum mín- um? Þreyti ég þig?“ „Já, bæði þú og allt þetta fólk. Hvers vegna öll þessi lygi? Ég get ekki lifað í þessu andrúmslofti.“ Frú Larsen gekk hvíldarlaust fram og aftur fyrir framan borð- ið, sem í tilefni dagsins var mikið lengra en annars. Larsen stóð orð- laus og einblíndi á hana. Hann hafði þráð að geta háttað snemma. Þá kom allt þetta. Hún ætti þó að minnsta kosti að bera fram af borðinu. Hann vissi ekkert, hvað hann átti að taka til bragðs. Þessu hafði hann sízt af öllu búizt við. Slíkt hafði aldrei komið fyrir áður. Þetta var uppreisn, og það var konan hans, sem stjórnaði henni. Eftir að hafa verið lýtal'aus hús- móðir fyrir gesti sína allt kvöldið. En hann varð auðvitað að gera eitthvað. Og hann valdi auðveld- ustu leiðina. Hann tók gætilega um herðar henni og leiddi hana að hægindastólnum. Hann var laus við alla reiði, og sagði: „Þú ert auðvitað þreytt eftir allt þetta umstang. Þú skalt bara sitja róleg og hvíla þig. Svo skulum við fara að hátta. Þetta hefur verið skemmtilegt kvöld, en það hefur verið á þinn kostnað." „Finnst þér það?“ Hún lét hann r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.