Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 45

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 45
D V Ö L 179 eða minna af hjáleigunni Brekku, en þar var fyrir þróttmikill ekkja og uppkominn sonur hennar. Þau vildu ekki yfirgefa litla býlið sitt. Kirkjumálastjórnin tók í streng með þeim og eftir all harða deilu, fór presturinn burtu frá Bjarnar- nesi, en kirkjustjórnin gerði alla hjáleigubændurna að sjálfseigna- bændum með því að selja þeim býli þeirra. Síðastliðið haust kom ég að Brekku í fyrsta sinni á æfinni, en Bjama bónda þekkti ég frá Reykjavík. Hann gekk með mér um túnið og húsin. Þar var margt að sjá. Það var ómögulega fyrir gestinn annað en að verða hrifinn af því sem þessi ungi bóndi var búinn að gera á fáeinum ámm. Hann var búinn að slétta nálega allt túnið og stækka það stórvægi- lega, svo að hann var farinn að nálgast það eftirsóknarverða tak- mark að þurfa lítið að heyja á óræktuðu landi. Hann var búinn að reisa myndarlegt steinhús með aðstoð Byggingar- og landnáms- sjóðs. f því var miðstöð og öll íbúð- arherbergi vel hlý og skemmtileg. Við bæinn var hann búinn að byggja a. m. k. helminginn af þeim húsum, sem heimilið þarf með fyr- ir stórgripi, hey og áburð. En í túnjaðrinum var kartöflu- akur Bjarna bónda, samfelld slétta. Úr honum hafði hann feng- ið í haust sem leið 140 tunnur af hinum prýðilegu Hornafjarðar- kartöflum. Og meginið af þessari uppskeru var um veturnætur geymt í einum 3—4 herbergjum í kjallara íbúðarhússins. Á fáum árum hafði þessi ein- yrki gert allar þessar umbætur á túni, görðum og byggingum. Hann vinnur einn af karlmönnum hvers- dagslega að heimilis- og umbóta- störfunum. Húsfreyjan er hraust, ráðdeildarsöm og glaðlynd, og börnin eru hálfstálpuð. Hjónin eru auðsjáanlega samtaka í öllu hinu mikla starfi, enda myndi minni á- rangur ef samhug vantaði í heim- ilisfólkið. En Bjarni á Brekku er ekki ein- göngu hinn duglegi einyrki, sem byggir og ræktar. Hann lifir meira andlegu lífi en allur þorri þeirra manna, sem aldrei taka spaða í hönd. Þegar gesti ber að garði er Bjarni til með að hvíla sig um stund og setjast við hljóðfærið. Hann spilar af lífi og sál, þó að fingurnir séu ekki jafnmjúkir og á þeim, sem aldrei dýfa hendi í kalt vatn. Ef gesturinn er söng- hneigður gerir Bjarni meira. Hann syngur um leið og hann spilar. Og þegar hann kemur til Reykjavík- ur, þá er hann einn af þeim fáu aðkomumönnum, sem syngja fyrir þjóðina í útvarpið. . En Bjarni hefir fleiri hugðar- mál en tónlistina. Hann hneigist að dulrænum og sálrænum fræð- um, og les mikið um þau efni. Þannig er einyrkinn á Brekku. Hann hefir tekið við litlu jörðinni af móður sinni. Þau hafa varið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.