Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 48

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 48
182 D VÖL í PONTIGNY Við kvöddum Genéve 25. júní. Nemendur Norræna skólans héldu áleiðis heim eftir mánaðardvöl í borginni. Upphaflega héldum við að tækifæri gæfist til að sjá ráð- stefnu Þjóðabandalagsins, en henni var frestað, eins og kunnugt er, svo við urðum að láta okkur nægja að skoða höllina tóma. Það hefði þó verið eitthvað til þess að raupa af heima í átthögum sínum, að hafa séð með eigin augum þessa háu herra, sem hafa örlög Evrópu að nokkru leyti í hendi sinni. Lestin inn fyrir frönsku landa- mærin. Héraðið við Genévevatnið hvarf í blárri móðu, og að síðustu hvarf einnig Mont Blane, sem gnæfir hátt að fjallabaki eins og risavaxinn skjólgarður í suðaustri. Seint að kvöldi komum við til Pontigny. Áfangastaðurinn var klaustur frá 12. öld, sem St. Bern- hard stofnaði. Þar dvaldi hann á efri árum sínum, og María guðs- móðir kenndi honum bænir — að sögn. Rétt fyrir stríðið komst klaustrið í eign fransks heim- spekings, sem heitir Paul Desjar- din og stofnaði hann þar skóla eða réttara sagt námsheimili, sem all- ar þjóðir höfðu jafnan aðgang að. Klausturbjallan, sem um mörg hundruð ár hafði kallað munkana til eintals við drottinn, kallaði nú ungt fólk til málfunda. Og hvað duga bænir? Þar, sem munkarnir höfðu beðið á knjánum um frið á jörð öld eftir öld, þaðan voru nem- endur Desjardins kallaðir í ófrið- inn. Þeir létu þar allir lífið og klaustrið Pontigny var gert að sjúkrahúsi. Salir þess og bogagöng voru þéttskipuð sjúkrarúmum. Þar lá æskulýður Frakkiands flakandi í sárum frá vígvellinum, þar sem hver þjóð hét á sinn eigin guð að hjálpa sér til þess að myrða sak- iaust fólk frá nágrannalandinu. I bænum Pontigny er enn dálítill hópur af Bemhardsmunkum. Þeir eru að bíða eftir því að kaþólska kirkjan fái sín fyrri völd og endur- reisi klaustrið. En Paul Desjardin trúir enn ekki á eintöl við skapar- ann. Hann safnar saman mönnum, sem vilja treysta sjálfum sér og hver öðrum. Hann hefir byrjað starf sitt á ný. Við dvöldum í Pontigny næsta dag og Desjardin, sem er einkenni- legur, háaldraður maður, fylgdi okkur um klaustrið. Það er vegleg og fögur bygging með skrúðgörð- um umhverfis, sem tæplega eiga sinn líka. Á einum stað mynda rósatrén bogagöng. Gengið er und- ir hvelfingu af rauðum rósum. Göngin liggja inn í laufskála. Tólf stórvaxin tré standa í hririg, krón- ur þeirra mætast og mynda þak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.