Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 50

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 50
184 DVÖL Hún gekk yfir Lovísubrúna, einmitt um það leyti dags, sem fólksstraumurinn var mestur. Hún var með ræstifötu, gólftusku og bursta, lítil og bogin í baki í forn- fálegri, aðskorinni kápu, sem var snjáð af elli og trosnuð á jöðrun- um, með útflúri og einhverju, sem minnti á belgermar. Einu sinni hafði það verið meiriháttar flík, sniðin eftir nýjustu tízku á síðasta áratugi aldarinnar, sem leið, en nú flissuðu ungu, fallegu, stuttklipptu stúlkurnar að henni, ef þær þá tóku eftir henni. Þarna gekk hún í hringiðu fólks- ins, svo gömul og útslitin — lágur og grannur líkami, gult andlit, með lítil, litlaus augu og óhreinar hrukkur — brennimark erfiðis og áhyggja — djúpar rákir kringum munninn, sem svört, óafmáanleg strik á lágu enninu. Munnurinn var lítill, blóðlaus og beiskjulegur; en þó var eitthvað, sem benti til þess, að barnslega vingjarnlegt bros gæti, þegar svo bæri undir, lýst upp þennan samanbitna, hörku- lega munn. Nefið var örlítið upp- brett, dálítið flatt og oddlagað, og það virtist bera með sér alla þá þrautseigju neyðarinnar, alla þá þvinguðu og gleðisnauðu vinnu- semi örbirgðarinnar, sem hún lagði í þvotta og ræstingu fyrir aðra. Hún kreppti hendumar utan um fötuhandfangið og skaft þvotta- burstans, þessar litlu, eljulúnu, sprungnu vinnuhendur, sem svo sjaldan nutu hvíldar og voru óhreinar, enda þótt þær væru oft- ast í vatni; og víður kjóllinn flags- aðist um fætur hennar. Með sér- lega hröðum, stuttum skrefum, sem eins og hentu henni áfram í snörpum rykkjum, arkaði hún í allt of stórum skóræflum; einnig þeir voru arfur frá einhverju heldra fólki, sem hún hafði þvegið fyrir. Auðvitað gekk hún auð- mjúklega yzt á brún gangstéttar- innar, fast við göturæsið, svo að hún yrði ekki í vegi fyrir vel klæddu fólki. Hún var einmana. Og hún var að vissu leyti sér- stæð í hversdagsleika sínum. Fólk sem sá hana, hlaut að taka eftir henni. Hún var varla til annars en að hlæja að henni, svo brosleg sem hún þrammaði leiðar sinnar, skop- lega klædd, með fötu og þvotta- bursta, og gólftuskuna hangandi til þerris á fötubarminum. Já, fólk hló líka að henni — næstum heimskulegur hlátur helltist yfir hana eins og kalt vatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.