Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 53

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 53
D V Ö L 187 rithöfundurínn? Hvernig vinnur Sérhver bókavinur kannast við þá kitlandi forvitni, sem vaknar, þegar ný bók kemur á markaðinn og hallar sér makindalega aftur á bak í hinum sí-freistandi glugg- um bókabúðanna. Sé höfundurinn áður búinn að klófesta okkur í að- dáendahóp sinn, verður freisting- in hálfu sterkari. Baráttan hefst „milli holdsins og andans“, milli þess, hvort nýja bókin eða nauð- synjar dagsins eigi að greiðast eða lúta í lægra haldi. Og hér eins og annarsstaðar gildir það, að því oft- ar, sem látið er undan freisting- unni, því sterkari verður hún. Við, sem höfum yndi af bókum, höfum yndi af því að skoða okkur sjálf, samtíð okkar, fortíð — eða framtíð —- í speglun skáldsins, eigum lang-fæst kost á því, að kynnast höfundunum persónulega, skapgerð þeirra eða dagfari. Þrátt fyrir það eru þeir vinir okkar eða kunningjar, fá sínar björtu og dimmu hliðar eins og persónulega þekktir menn, allt eftir þeim geð- hrifum, sem penni þeirra veldur hjá okkur. En það persónugervi, sem þeir fá, verður þó stöðugt meira eða minna dularfullt vegna þess, sem vantar og aðeins næst við nána kynningu. Og stundum fer jafnvel svo, að höfundur, sem öðlazt hefir ákveðinn svip í huga okkar óséður, stígur fram í nýrri persónu, áður óþekktri, þegar nán- ari kynning hefst. Tiltölulega fáir lesendur munu gera sér far um það, að athuga hvernig rithöfundar vinna. Mörg- um hættir til þess að líta jafnvel svo á, að ritverk beri fremur að telja sem meinhægt dundur en' reglulegt starf. Svo ekki sé minnzt á þá, sem trúa því, að innblástur- inn, (inspirationin), einn sé nóg- ur — hitt komi svo af sjálfu sér. Frændur okkar Svíar hafa ný- lega forvitnazt um, hvernig vinnu- brögð hinna ýmsu rithöfunda þeirra væru. Sænska tímaritið, Bonniers Litterára Magasin, sendi í byrjun þessa árs nokkrum ung- um skáldum fyrirspurnir um þetta efni og hefir þegar birt nokkur svör þeirra. Svörin eru á ýmsa vegu og harla ólík. Við lestur þeirra hverfur hugurinn til ís- lenzku rithöfundanna, sem nær all- ir hafa ritstörfin í hjáverkum. Hvað myndu þeir segja um þetta efni? Spurningar tímaritsins voru á þessa leið: 1. Hafið þér ákveðinn vinnutíma: a) á sólarhringnum ? b) á árinu? 2. Að hve miklu leyti teljið þér ritstörfin háð: a) iðni og æfingu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.