Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 56

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 56
19Ö D V ö L gufunum og yrði vatn það, sem myndaðist við þéttun gufunnar, eitrað til drykkjar. Ferðalangar, Leðurblakan er ekki eftirbátur fuglanna í fluglistinni, þótt hún sé spendýr. Að hætti farfuglanna, skiptir hún um dvalarstaði eftir árstíðum og fer þá oft ótrúlega langar leiðir. Leðurblökur, sem voru merktar í Vestur-Evrópu, hafa verið veiddar síðar austur í Indlandi og Japan. Auðveld lækning á atvinnuleysinu. Ef allir þræðir, sem árlega eru framleiddir á jörðunni og unnir eru úr ull, silki, jurtaefnum eða eftirlíkingum þessara hluta, væru undnir í hespur, hnotur eða rúll- ur með handkrafti í stað véla, væri ekkert atvinnuleysi til. Hve löngum tíma eyðir konan frammi fyrir speglinum? Um það hafa fróðir menn kom- izt að eftirfarandi niðurstöðu, eft- ir langvarandi og nákvæmar rann- sóknir og athuganir: Telpur á aldrinum 6—10 ára spegla sig daglega til jafnaðar í 7 mínútur, frá 10—15 ára aldurs í 20 mínútur, frá 15—20 ára 20 mínútur, frá 20—25 ára 22 mínút- ur og frá 25—30 ára 28 mínútur daglega og er þá hámarkinu náð, því að eftir þann aldur fer mínútutalan lækkandi. Frá 30—35 fara 24 mínútur daglega til þessa starfa. Og frá 35—40 ára 18 mín- útur, frá 40—50 ára 12 mínútur og frá 50—60 ára 10 mínútur. Og á áratugnum 60—70 ára, lætur konan sér jafnvel nægja að sitja 7 mínútur daglega fyrir framan spegilinn. Þetta verða alls 349,575 mínút- ur, þ. e. 5826 klst. eða rúmlega 242 dagar. Ef þess vegna er spurt: Hve lengi situr konan frammi fyr- ir speglinum? má svara: Nálega 8 mánuði. Frá Hollywood. Þrátt fyrir æfintýralegar frá- sagnir um tekjur kvikmyndaleik- aranna í Hollywood, er það stað- reynd, að áttatíu af hverjum hundrað leikendum, hafa ekki meiri tekjur en svo, að þeir aðeins geta dregið fram lífið. Gamlir fiskar. Það er almennt álitið, að fiskar verði ekki gamlir, en það er mis- skilningur. Þess eru dæmi, að fisk- ar hafa náð mjög háum aldri. I dýragarðinum í London er t. d. karfi, sem er frægur fyrir aldur sinn, 150 ár. Geddur geta orðið 250 ára, lax 100 ára og jafnvel gullfiskar geta orðið 50 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.