Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 60

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 60
194 DVÖ'L binu og Fredu, en hné hans og Stellu snertust. Systkinin voru svo kát og ærsluðust svo mikið, að hið þunga skap hans vék von bráðar fyrir gáska og fjöri. Á þessum eina degi, sem hann dvaldi hér lengur og gat hugsað s.g betur um, hafði hann enga löngun til þess að hugsa! Þau hlupu kapp- hlaup, tuskuðust og gutluðu með höndunum í vatninu — því að í dag kærði enginn sig um að fara í bað —, þau sungu, fóru í hina og aðra leiki og borðuðu allt nest- ið, sem þau höfðu haft með sér. Á heimleiðinni hölluðu litlu telp- urnar sér upp að honum í vagn- inum og steinsofnuðu, og enn snertu hné hans hnén á Stellu. Það virtist ótrúlegt, að fyrir rúm- um sólarhring síðan hafði hann ekki litið augum neinn af þessum þremur glókollum. í lestinni tal- aði hann um ljóð við Stellu og veiddi upp úr henni, hver væru eftirlætisskáldin hennar og sagði henni, hverjum hann hefði mest dálæti á sjálfur, og var sér um leið þægilega meðvitandi um eigin yfir- burði. Allt í einu sagði hún og lækkaði róminn: „Phil segir, að þér trúið ekki á framhaldslíf, Frank. Það finnst mér hræðilegt.“ Ashurst átti ekki von á þessu, en svaraði þó lágt og óskýrt: ,,Ég geri hvorki að trúa á það eða trúa á það ekki — ég veit í sannleika sagt ekkert um það.“ Hún sagði og talaði hratt: „Það gæti ég ekki sætt mig við. Til hvers væri þá að lifa?“ Ashurst tók eftir því, að fallegu, skáhöllu augnabrúnirnar slgu dá- lítið, og hann sagði: „Það er ekki að mínu skapi, að trúa því, að eitthvað sé svo eða svo, af því að maður óskar sjálfur, að það sé þannig.“ „En því ætti maður að ó s k a þess að lifa aftur, ef manni er alls ekki lengra líf ætlað?“ Og hún leit á hann stórum, spyrjandi augum. Hann vildi ekki særa hana, en löngunin að bera hærra hlut kom honum til þess að segja: „Meðan lífið endist, þráir mað- ur eðlilega að lifa að eilífu; sú þrá er beinlínis hluti af lífinu sjálfu. En svo er það víst líka þar með búið.“ „Trúið þér þá alls ekki biblí- unni?“ Ashurst hugsaði: „Nú fyrst særi ég hana sjálfsagt fyrir al- vöru!“ „Ég trúi Fjallræðunni, því að hún er falleg og á við á öllum tímum.“ „En trúið þér ekki, að Kristur hafi verið guð?“ Hann hristi höfuðið. Hún sneri sér fljótt út að glugg- anum, en upp í huga hans kom bænin, sem Megan hafði beðið og Nick litli endurtók: „Guð blessi okkur öll og hr. Ashes!“ Hver annar myndi nokkurntíma biðja fyrir honum á líkan hátt og hún,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.