Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 64

Dvöl - 01.05.1937, Blaðsíða 64
19» E) V 0 L hljóp nokkur skref, en stillti sig svo og hægði á sér. Við hvert fót- mál, sean hann færðist nær henni, en fjarlægðist systkinin, hægði hann ferðina meir og meir. Hvern- ig gat það breytt nokkru — þótt hann sæi hana þarna ? Hvernig átti hann að fegra það, ef hann gengi nú til hennar, og allt, sem hlaut að leiða af því? Því að það var ekki til neins að leyna því — síð- an hann hitti systkinin, hafði hann smám saman orðið þess fullvís, að hann myndi aldrei ganga að eiga Megan. Það yrði aðeins tryllt ást- aræfintýri, tími ónæðis, iðrunar og erfiðleika — og svo — já, svo yrði hann leiður á henni, vegna þess eins, að hún gæfi honum allt, væri svo blátt áfram, og svo saklaus, svo dagghrein. Og döggin — hún gufar upp og hverfur! Litli dauf- litaði depillinn, kollurinn á húf- unni hennar, var á hreyfingu langt framundan; hún leit framan í hvern mann og upp í glugga hús- anna. Hafði nokkur maður lifað jafn miskunnarlausa stund? Hvað svo sem hann tæki til bragðs, þá fann hann, að það myndi verða ó- þokkabragð, og hann stundi af þjáningu, svo að stúlka með barna- vagn, sem varð á vegi hans, sneri sér við og starði á eftir honum. Hann sá, að Megan nam staðar, hallaði sér upp að sjógarðinum og horfði á sjóinn; og hann nam einn- ig staðar. Að öllum líkindum hafði hún aldrei séð sjóinn fyr, og jafnvel í angist sinni og bágindum ekki getað stillt sig um að njóta þessarar sjónar. ,,Já — hún hefir ekkert séð ennþá,“ hugsaði hann; „lífið breiðir út faðminn móti henni. Og aðeins fyrir ástríður nokkurra vikna, myndi ég leggja líf hennar í rústir. Þá væri betra að ganga út og hengja sig en gera slíkt!“ Og skyndilega fannst hon- um Stella horfa á sig með skæru, rólegu augunum sínum, en lokkur af þéttu hári bærast fyrir golunni og leika um enni hennar. Já! það væri hreinasta brjálæði, það væri beinlínis að varpa fyrir borð öllu því, sem hann bar virðingu fyrir og einnig hans eigin sjálfsvirðingu. Hann sneri við og gekk hratt til baka í áttina til stöðvarinnar. En hugsunin um þessa veslings litlu ráðþrota stúlku, þessi síleitandi augu, sem rannsökuðu hvern og einn, sem gekk um götuna, varð honum aftur ofurefli, og enn sneri hann við og hélt niður að sjónum. Húfan sást ekki lengur; litli litaði depillinn var horfinn í hringiðu umferðarinnar. Ashurst greikkaði sporið, knúinn af þeirri áköfu þrá og tilfinningu um óbætanlegt tjón, sem grípur svo marga, þegar eitt- hvað virðist vera að ganga þeim úr greipum. Hún sást hvergi; í hálftíma leitaði hann hennar; svo gekk hann niður í f jöru og kastaði sér á grúfu í sandinn. Hann vissi, að hann þurfti ekki annað, til þess að finna hana, en fara heim á stöð- ina og bíða, þangað til hún kæmi aftur úr hinni árangurslausu leit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.