Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 7

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 7
D V ö L 205 þá ungur og auk þess hefi ég ekki efni á að gifta mig strax; en hvern- ig ég á að losna út úr þessu, veit ég ekki. Heldurðu, að þú gætir lát- ið þig dreyma eitthvað, sem hjálp- aði mér?“ ,,Hvað áttu við?“ sagði kokkur- inn og rauk upp eins og naðra. ,,Þú heldur kannske að ég búi draum- ana mína til sjálfur.“ ,,Nei, nei, vissulega ekki,“ sagði Joseph og klappaði á öxlina á hon- um; ,,en heldurðu, að þú gætir þetta nú ekki bara í eitt einasta skipti. Láttu þig nú dreyma, að við Emily deyjum bæði af slysförum nokkrum dögum eftir brúðkaupið. Nefndu ekkert, á hvern hátt það verði, því að þá gæti hún álitið, að hægt væri að koma í veg fyrir það; láttu þig bara dreyma, að við deyj- uo af slysförum. Bill hefir alltaf verið hjátrúarfullur, og síðan þig dreymdi um löppina á honum, trú- ir hann öllu, sem þú segir; og hon- um er svo annt um Emily, að ég hugsa, að þá verði ekki mikið úr brúðkaupinu, að minnsta kosti ef ég ýti undir hann líka.“ Það kostaði hann þriggja daga fortölur og úrfesti úr silfri að vinna kokkinn. En að síðustu lét hann undan; og dag nokkurn, þeg- ar Bill gamli var í bezta skapi og hafði lagt löppina upp í rúmið til þess að hvíla hana, þá kom kokk- urinn niður og fékk sér blund. I tíu mínútur bærði ekki á hon- um, og Bill gamli, sem lá í bæli sínu og gaf honum gætur, var sjálfur farinn að dotta, en svo byrjaði kokksi að tala upp úr svefninum, og þegar Bill heyrði fyrstu orðin, hrökk hann við, eins og hann hefði verið stunginn. „Þarna ganga þau,“ sagði kokk- urinn, „Emily Foster og Joseph Meek — og þarna er Bill gamh, karlanginn, og gerir nú brúðina sem bezt hann getur úr garði. En hvað þau eru nú ánægð á svipinn, einkanlega Joseph!“ Bill gamli bar höndina upp að eyranu og hallaði sér fram úr flet- inu. „Þarna ganga þau,“ sagði kokk- urinn; „en hvað er þetta voðalega svarta ferlíki með klærnar, sem hangir yfir honum Bill?“ Veslings Bill var nærri dottinn niður úr rúminu, hann áttaði sig á síðasta augnabliki og hallaði sér aftur á bak og hlustaði, fölur eins og nár. „Þetta hlýtur að vera ætlað hon- um Bill,“ sagði kokkurinn. „Jæja, aumingja karlinn; hann hefir ekki hugmynd um þetta, og það er ein- asta bótin. Við skulum vona, að það taki ekki langan tíma.“ Kokkurinn lá þegjandi dálitla stund, en byrjaði svo aftur. „Nei,“ sagði hann. „Það er ekki Bill; það eru þau Joseph og Emily, bæði í blóma lífsins og hafa aðeins verið viku í hjónabandinu. Mikil hörmung er að sjá, hvernig þau eru útleikin! Vesalingarnir. Æ! æ! a-a-æ!“ Hann vaknaði með hrolli og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.