Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 10

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 10
208 D V ö L að og taka á móti mér. Mér er engin þægð í því.“ „Hann er kannske skotinn í henni“, sagði kokkurinn. „Það get ég svo vel skilið.“ „Ég skal fleygja honum í höfn- ina, ef hann heldur sér ekki í skef j- um,“ sagði Joseph og eldroðnaði í framan. Hann veifaði til Emily, en það hittist þá svo á, að hún horfði í aðra átt og tók ekki eftir því, en leigjandinn veifaði til hans aftur, eins og fyrir siðasakir, og fór svo að tala við Emily og þau veifuðu bæði til Bills gamla, sem stóð aft- ur á og studdi sig við hækjurnar. Um það leyti, sem búið var að binda skipið og ganga vel frá öllu, var komið myrkur, og Bill gamli vissi ekki, hvort hann ætti að fara með kokkinn heim til sín og kunn- gera tíðindin þá um kvöldið, eða bíða dálítið með þau. Að síðustu ákvað hann að bezt væri illu af lokið og beið því á meðan kokkur- inn þvoði sér, en síðan fengu þeir sér vagn og óku af stað. Bert Simmons, leigjandinn, varð að sitja frammi í hjá vagnstjór- anum og Bill þurfti svo mikið rúm fyrir vondu löppina, að Emily fannst of þröngt og vildi heldur láta Joseph halda á sér; og á heim- leiðinni rann það upp fyrir honum, hve frámunalegur glópur hann hafði verið. „Þú stingur þessum draumi þín- um hjá þér, þangað til ég hefi hugsað mig betur um,“ sagði hann við kókkinn, meðan Bill var að rífast við vagnstjórann um borg- unina. „Það er Bill, sem ætlar að byrja að tala um hann,“ hvíslaði kokk- urinn. Leigjandinn og Emily voru farin inn, og Joseph beið eins og á nál- um eftir því, að Bill hætti að skammast við vagnstjórann. Þeg- ar vagninn ók burt, tók hann Bill við hönd sér og skipaði honum að minnast ekki einu orði á draum- inn, því að hann ætlaði að hætta á að giftast Emily. „Bull og þvaður“, sagði Bill. — „Auðvitað segi ég henni drauminn. Það er beinlínis skylda mín að gera það. Til hvers er fyrir þig að vera að giftast og deyja svo skömmu seinna?“ Hann brölti inn við hækjurnar, áður en Joseph kom nokkru að til andsvara, og lofaði systur sinni að kyssa sig í dyrunum, en settist síð- an inn í innri stofuna. Þar var matur á borðum og tveir brúsar með öli. Hann sagði systur sinni frá því, þegar hann datt og fót- brotnaði, og að því búnu var setzt til borðs. Bert Simmons sat Emily til ann- arar handar, en Joseph til hinnar, og kokkurinn gat ekki að sér gert að kenna í brjósti um hana, því að stundum var haldið í báðar hendur hennar í senn undir borð- inu, og þá gat hún auðvitað eng- um bita komið upp í sig. Bill gamli kveikti í pípunni sinni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.