Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 18

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 18
216 D V ö L verið sjaldgæft að svo mörg skip kæmu á einu sumri og yfirleitt hafa siglingar þangað verið mjög mismunandi. Hvað var það svo, sem freistaði manna að sigla til Grænlands ? Það var verzlunin. Grænlendingar keyptu dýrum dómum þær vörur, sem skipin fluttu og borguðu með vörum, sem voru dýrar á Evrópu- markaði, svo sem bjarnarfeldum, refabelgjum, selskinnum, en þó sérstaklega rostungstönnum og náhvalstönnum. En til þess að ná í þessar tennur, sem á þeim tíma þóttu svo dýrmætar, urðu þeir að fara í norðursetu allt norður í Greipar, þar sem þá var Græn- lands byggðarsporður. Menn ætla að Greipar hafi verið um það bil sem Upernivík, nyrsta nýlenda Dana, er nú. Norðmenn höfðu fram að þessu verið mesta siglingaþjóð heimsins. En nú komu Þjóðverjar til sög- unnar með miklu stærri og betri skip en þeir höfðu. Og það varð til þess að Norðmenn fóru að drag- ast aftur úr. Þjóðverjar lögðu undir sig siglingar og verzlun í Evrópu, og þeir gerðu Björgvin að miðstöð verzlunar sinnar á Norð- urlöndum. En þegar dró úr verzlun og sigl- ingum Norðmanna, var minna hugsað um hin norrænu lönd í vestri, og Þjóðverjar vildu ekki hætta hinum dýru skipum sínum í Grænlandsísinn. Það hafði og nokkur áhrif, að nú fór fílabein að flytjast til Evrópu og tók þá að minnka eftirspurnin að rostungs- tönnum. Þótt Hansakaupmennírnir hefðu viljað sigla til Grænlands, þá máttu þeir það ekki. 1294 fengu þeir að- eins leyfi til þess að sigla til Nor- egs — máttu þó ekki fara norðar en til Björgvin — og til hinna nor- rænu landanna máttu þeir alls ekki sigla. Þegar Grænlendingar gengu undir konung 1261, mun þeim hafa verið lofað því að skip skyldi sigla þangað, og í bréfi, sem Friðrik II gaf út 1568 er þess getið, að Græn- lendingar hafi átt að fá tvö skip á ári. —- En frá því 1325 er hvað eftir annað ta'lað um skip, sem nefnt er Knörrinn og virðist hafa átt að vera í förum þangað. En 1367 eða 1369 fórst Knörrinn við Noreg. Þetta hefir sjálfsagt verið konunglegt einokunarskip, og hef- ir átt að flytja alla, sem vildu fara til Grænlands. Að minnsta kosti var þá bannað að sigla til Græn- lands nema með konungsleyfi, og mönnum harðbannað að verzla við Grænlendinga, nema með sérstöku leyfi, sem kostaði of fjár. Verst var þetta fyrir Grænlend- inga sjálfa. Eftir að Knörrinn fórst, var ekkert skip sett í hans stað og svo hafa oft liðið mörg ár, að ekkert skip hefir komið til Grænlands. Um 1380 og seinna hrakti íslenzk skip þrisvar sinnum til Grænlands, seinast 4 saman. Þarna hefði nú gefizt tækifæri til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.