Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 19

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 19
DVÖL að verzla, en umboðsmaður kon- ungs bannaði það harðlega, og hann þorði ekki einu sinni að þiggja boð skipanna um að flytja til Noregs þann varning sem krún- an átti þar, vegna þess að þau höfðu engin skilríki í höndum. Til lengdar þóttust Grænlend- ingar ekki geta unað við þessa einokun, sem sveik þá, og bann- aði þeim að bjarga sér. Á Alþingi þeirra var þá samþykkt að engir Austmenn skyldu fá matvæli þar í landi, nema því aðeins að þeir keyptu grænlenzkar vörur. Þetta er seinasta tilraunin, þar sem sagan getur um að Grænlendingar hafi komið fram sem þjóð til að vernda rétt sinn. Þeir gátu þó ekki neýtt skip til að koma til sín, en þeir áttu auð- vitað alls kostar við þau, þegar þau voru komin þangað. En eftir þetta er aðeins getið um fá skip, er færu til Grænlands, og síðan hætta siglingar þangað alveg, svo að sögur fari af. Það er þó ástæða til að ætla að Grænlendingar hafi staðið í furðu nánu sambandi við evrópeiska menningu um aldamótin 1400 og eftir það hafa skip komið þangað við og við, þótt engar sögur fari af því. En þetta sést á fötunum, sem fundust á Her jólfsnesi og hver tízka hefir þá verið á Grænlandi, og er hún mjög svipuð tízkunni í Evrópu á 15. öld. Skrælingjar koma til sögunnar löngu áður en þetta var. Ekki voru 211 þeir þar þó fyrir er landnámsmenn komu. En Ari fróði segir í íslend- ingabók: „Þeir fundu þar manna vistir, bæði austur og vestur á landi, og keiplabrot og steinsmíði það er af því má skilja, að þar hafði þesskonar þjóð farið, er Vín- land hefir byggt og Grænlending- ar kalla Skrælingja.“ Fyrstu kynni af Skrælingjum hafa sennilega norðursetumenn fengið. Og það er eins og Græn- lendingum standi undir eins stugg- ur af þessum lágvaxna og hörunds- dökka þjóðflokki, og þeir hafi ekki verið í rónni fyrr en þeir vissu eitthvað meira um hann. Þess vegna gerðu þeir út leiðangra til þess að njósna um hagi þeirra. Sagan segir, að Grænlendingar hafi fyrst hitt Skrælingja á Króks- fjarðarheiði, en hún ætla menn að verið hafi nokkuð fyrir norðan Disko. Rannsóknir dr. Thorkel Mathiassen (1933) á fornleifum Skrælingja, virðast sanna að þarna hafi einmitt verið elztu byggðir þeirra, og af gripum, sem þar fundust mátti marka að þeir höfðu komizt í kynni við Grænlendinga. Þegar Skrælingjar fóru að sækja suður á bóginn, hafa þeir komið eins og skriða og orðið Grænlend- ingum hættulegir. Rættist þá grun- ur þeirra um, að þeim mundi standa illt eitt af Skrælingjum. Og Skrælingjar lögðu líka fljótlega undir sig Vestribyggð. Ivar Bárðarson var í Grænlandi 1341—1364. Hann segir sjálfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.