Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 28

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 28
r- 226 ég lækkaði flugið, unz ég var tæp- um hundrað fetum fyrir ofan bylgjurnar. Stormur stóð af norð- vestri og hafið var þakið hvítum öldutoppum. Þegar ég hafði flogið nokkrar mílur í björtu veðri, byrgði á ný fyrir útsýnið og í því nær tvær klukkustundir flaug ég algert blindflug gegnum þokuna í hér um bil 1500 feta hæð. Svo létti upp þokunni og aftur sá í hafið. Nokkrum sinnum enn neyddist ég til þess að fljúga eingöngu eft- ir mælitækjum stund og stund í einu; svo leystist þokan upp í smá- bólstra. Þessir bólstrar tóku á sig allskonar myndir. Langar strand- lengjur komu í ljós, þar sem raðir af trjám báru við himin. Og svo eðlilegar voru hillingarnar, að ef ég hefði ekki verið úti á miðju Atlantshafi og vitað, að ekkert land var neinsstaðar á leið minni, þá hefði ég haldið, að í raun og veru væri hér um eyjar að ræða. Þegar þokunni létti, lækkaði ég flugið og flaug stundum tíu fet- um fyrir ofan öldurnar og sjaldan hærra en í tvö hundruð feta hæð. Næst jörðu og yfirborði sjávar er loftlag, þar sem flugvélum sæk- ist léttar flugið en í meiri hæð, og klukkustundum saman notaði ég mér þetta. Það var einnig • auðveldara að ákveða vindstöðuna niðri við sjó- inn. Alla leiðina var vindurinn það sterkur, að öldurnar voru hvítar í faldinn. Þegar froðan myndaðist á D V Ö L öidutoppnum, fauk hún til, og af því mátti ráða stefnu vindsins, og einnig að mestu leyti styrkleikann. Þessi froða hélzt svo lengi á vatn- inu, að ég gat nokkurnveginn fylgzt með því, hve hratt mig bar yfir. Um daginn sá ég margar hnýs- ur og nokkra fugla, en engin skip, þótt ég frétti seinna, að tvö skip hefðu séð til ferða minna. Það fyrsta, sem benti til þess, að ég væri kominn nálægt Evrópu- ströndum, var lítið fiskiskip, sem ég tók fyrst eftir nokkrum mílum framundan og lítið eitt til suðurs við stefnu mína. Þarna voru nokk- ur samskonar fiskiskip skammt hvert frá öðru. Ég flaug yfir fyrsta skipið, án þess að sjá þar nokkurt lífsmark um borð. En þegar ég hringsólaði yfir því næsta, kom mannsandlit í ljós í káetuglugganum. Ég hefi einstöku sinnum átt stutt samtöl við fólk á landi með því að fljúga lágt og draga sem mest úr hávaða hreyfilsins, hrópa svo einhverja spurningu og fá svarið með merkjum eða bending- um. Þegar ég sá þenna fiskimann, ákvað ég að reyna að fá hann til þess að benda mér í áttina til lands. En ég var ekki fyr búinn að gera þessa ákvörðun en fánýti þeirrar tilraunar kom í Ijós. Að öll- um líkindum kunni hann ekki ensku og jafnvel þótt hann kynni hana, yrði hann vafalaust svo forviða, að hann gæti engu svar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.