Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 33

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 33
D V ö L 231 hjá tjörninni fyrir neðan minnis- varðann. Það var ekki lengur hægt að ef- ast um, hvað beið þorpsbúanna. Eftir margra ára miskunn hafði sú ógæfa dunið yfir Rangapoor, sem hinir frumstæðu þjóðflokkar í skógum Mið-Indlands höfðu ótt- ast mest, og þeir höfðu barizt svo aumkunarlega árangurslaust á móti. Allt, sem í mannlegu valdi stóð;, var gert. Til varnar þorpinu voru gróðursettar fjórar sjakala- rófur,1 sín við hvert horn þess, þannig, að tengilínur þeirra um- girtu alla kofana. Þegar menn fóru til vinnu sinnar út í skóginn á morgnana, gengu þeir í þéttum hópum með hornablæstri og trumbuslætti, og beztu skytturnar héldu á hinum f jóru nothæfu byss- um þorpsins, sem reyndar voru gamlir og ryðgaðir munnhlaðning- ar. I þrjá daga virtist sem þessar ráðstafanir myndu ætla að bera tilætlaðan árangur, en á fjórða degi var ein af sjakalarófunum grafin upp af hundi, og að kveldi þess dags var unglingur drepinn, er hann var að sækja vatn í brunn í austurhluta þorpsins. Tveim sólarhringum síðar vildi til ennþá hörmulegri atburður. Það hafði heyrzt mikill hávaði inni í skóginum, þar sem hópur verkamanna var við vinnu sína. 1 Samkvæmt indverskri þjóðtrú átti það að vemda þorpið. Þeir höfðu séð einhverja hreyf- ingu inni í bambusþykkninu og skutu þangað þrem skotum með þeim árangri að drepa ungan sam- bur-hjört og eyða skotunum úr byssum sínum. Seint um kvöldið héldu mennirnir heim til sín og blésu í horn sín og börðu trumb- ur eins og venjulega. En þegar þeir áttu eftir hálfa mílu ófarna til þorpsins, mættu þeir hinum mikla herra skógarins á veginum, alveg ótrufluðum, að því er virtist. Þeir sáu hann svo greinilega um hundr- að metrum fyrir framan sig á veg- inum, þar sem há tré uxu til beggja handa. Trumburnar og hljóðpíp- urnar þögnuðu skyndilega, og mennirnir stóðu og gláptu, eins og þeir væru negldir niður. Herra skógarins gekk rólega á móti þeim eftir veginum, sem var skyggður af hinum háu trjákrón- um. Það var eins og blóðið stöðv- aðist í æðum mannanna við sýn þessa, af undrun ekki síður en af skelfingu. Þeir vissu, af hinni óef- uðu niðurstöðu Austurlandabú- ans, að þessu var.stjórnað af æðri kröftum og að hér var ekkert hægt að aðhafast; slíkt myndi aðeins gera illt verra. Hinn aldni foringi þorpsbúa, Balbud, sem einn gat mælt orð, sagði með skjálfandi röddu: ,,Það er óguðlegt að rísa gegn ákvörðun drottins. Við erum tíu talsins og guð mun heimta einn okkar, en hinir fá að halda lífi.“ Mennirnir stóðu hreyfingarlausir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.