Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 39

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 39
kæmi fyrir, þá var tími til komínn fyrir hann að hverfa burtu úr Ind- landi. En hvað um það. Auðsætt var, að eitthvað hafði komið fyrir þessa Rangapoor-mannætu, en ekki á þann hátt, sem Balbud ætl- aði. McGregor reis upp í skyndi og þreif stærri riffilinn, sem var tví- hleyptur. Ef hægt væri að finna skrokk dýrsins, myndi það auðvit- að koma í ljós, að það hefði drep- izt með eðlilegum hætti; ef til vill orðið fyrir slysi. Það voru aðeins örlitlar líkur til þess, að unnt væri að finna það í kjarrinu, en samt sem áður gat hann ekki setið að- gerðalaus. Hann fór stíginn, sem lá í boga fyrir ofan þorpið, næst- um ósjálfrátt. þegar hann kom inn í karinda-þykknið, mundi hann allt í einu eftir því, sem Balbud hafði sagt um hið hrunda minnismerki, sem væri þar rétt hjá gröfinni, sem menn álitu að væri legstaður Che- dipee, verndara dýrsins. Hann gekk gegnum karinda-runnana og tamarisk-skóginn, framhjá tjörn- inni og upp brekkuna hinumegin. Þarna stóð minnismerkið á klett- óttri brún lítillar hásléttu á milli trjánna; tvær brotnar marmara- súlur og hlutar úr lágum vegg fyr- ir framan dökka basalthellu, sem var sprungin í miðju. McGregor leit naumast á sjálfa rústina. Hann hafði séð ósköpin öll af þessum minnismerkjum Rajput-höfðingj- anna, sem einu sinni höfðu verið voldugir. En nú hafði kjarrskógur- inn gleypt hinar hrynjandi hallir þeirra og hof. Milli hinna tveggja marmarasúlna var stórt bakera- tré, og í bol þess, tuttugu fetum fyrir ofan jörð, sá hann naglann. Honum datt í hug, að þessi hlutur hefði dregið athygli hans að sér eins og segull, en hann sannfærði sjálfan sig um, að það væri aðeins ímyndun. Eðlilega hefði Balbud valið þetta tré, sem var á milli súlnanna. Eðlilega! Það var ekk- ert eðlilegt við þetta hlægilega mál! Járngaddur, rekinn inn í tré til þess að loka kjafti tígrisdýrs og hindra konu í því að koma úr gröf sinni, Chedipee, konuna, sem verndaði tígrisdýrið! McGregor minntist þess allt í einu, að Balbud hafði verið að tala um einhverja áletrun, sem enginn skildi. Eftir nokkra stund fann hann hana framan á hinum lága vegg, er umgirti minnisvarðann. Hann sá strax, að það var pers- neska. Já, persneska hafði einmitt verið nið opinbera mál Mongóla- keisaradæmisins á dögum Akbars hins milda. McGregor hafði fengið glögga þekkingu á þessu, þegar hann var að kynna sér hjátrú og siðu hinna innfæddu. Áletrunin var sumstaðar mjög máð, en hann komst fram úr henni með því að lesa orð fyrir orð og var hún á þessa leið: Hún, sem kölluð var Tara Rance, drottning stjarnanna,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.