Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 43

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 43
D V 0 L 241 Fyrsta vitneskjan, sem ég fékk um önnur lönd, var af spilum til mín komnum — krakkaspilum á stærð við lófann á mér, eins og hann var þá. Ég sat með þau eitt sinn á jólavöku, og hugsaði um þau lönd, þar sem búin væru til svona falleg spil, lönd, sem ættu svona kónga og drottningar, svona skínandi byggingar, eins og mynd- irnar á ásunum, og vígalega og vopnumbúna menn, eins og gos- arnir voru. Þá datt mér í hug, að heimsækja seinna þessi lönd, ganga fyrir kóngana og drottn- ingarnar og reyna mig við slík ofurmenni, sem gosarnir sýndust vera. Þegar ég var að rif ja upp þess- ar spilaborgir mínar frá gömlum vökum, datt mér í hug, að enn fengjum við spil frá öðrum lönd- um með ljómandi kóngum og drottningum og glæsilegum gos- um. En aðrar þjóðir fengju engin frá okkur með merkilegu mann- fólki handa krökkum að skoða og hugsa um. Sagt er, að enn þurfi mikið að auglýsa land vort og þjóð, svo að eftir okkur verði tek- ið og munað með erlendum þjóð- um. Væri það ekki snotur kveðju- sending héðan vestur um haf, að senda Ameríkumönnum spil, sem að mannfólki væru skipuð stór- mennum úr Vínlands og Grænlands sögum, því góðmennt og stór- mennt er í sögum þessum, þó stuttar séu, og nóg af fögrum og frægum sögustöðum til þess að setja á ásana. Þetta yrði ekki fólk og staðir út í bláinn, eins og voru á spil- unum mínum, sem komu mér til að dreyma og dá 1 önnur lönd. Þeir krakkar, sem fengju svona spil í jólagjöf, fengju dagsanna sögu í myndum, og margt að lesa að auki, því að mörgu gæti smekkvísin rað- að milli deplanna, löndum og leið- um, frásögnum o. fl. Amerískir krakkar fengju þarna nýjan kapí- tula í gamla-testamentið sitt. Ég er viss um, að þetta yrðu hin mestu gamanspil og mörgum spilamanni happaspil, því að Leifur heppni , yrði auðvitað hjartakóngurinn og héldi á róðukross-i í hendi. Gróða- spil gætu þau orðið okkar menn- ingarhag. En glæfraspil gætu þau aldrei orðið, og er það kostur. Margar konur eru þarna, sem sæmilegar eru í spiladrottningar. T. d. Guðríður kveðandi Varðlokk og Freydís Eiríksdóttir með nak- in brjóst og svipinn, sem rak Skrælingjana á flótta. Hún er tákn þeirrar þrautseigju, sem konan hefir tillagt í baráttu hins hvíta kyns við villta lýði um eignarrétt á vínlenzkri jörð. Á marga vegu er efni sögunnar matreitt i fólkið. Sagt er mér, að margir Ameríkanar séu gráðugir í allt af norrænum sögustofni. Ég get, að þessi réttur yrði mörgum ljúffengur þar í álfu, ef smekkvísi og hyggindi hafa í pottinn búið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.