Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 44

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 44
242 D V 0 L Þrír einyrkjar í Skaftafellssýslu Eftir Jónas Jónsson III. Ég kem þá að hinum síðasta af þeim þrem einyrkjum í Austur- Skaftafellssýslu, sem sagt verður frá í greinum þessum. Hákon Finnsson er maður á miðjum aldri. Hann gekk ungur í Möðruvallaskóla, fór þaðan til Englands og dvaldi þar um stund við nám. Þaðan kom hann aftur til Austurlands og bjó nokkur ár sem einyrki í Skriðdal í Suður-Múla- sýslu. Var þá strax brugðið við afburða dugnaði hans og eljusemi. En Hákon Finnsson þráði lönd betri og mildari sunnan heiðar upp frá hinum hlýja Hornafirði. Hann keypti þá allháu verði jörðina Borgir í Nesjum. Er þeirri jörð ágætlega í sveit komið, við þjóð- veginn frá Höfn í Homafirði og upp í sveitina. Túnið liggur á vest- urbakka Laxár, sem rennur um miðja sveit. Útsýni er þar hið fegursta um alla byggðina. En þegar Hákon kom að Borgum, var túnið að mestu þýft og hús öll léleg. Og Hákon var einyrki með tvö hálf- stálpuð böm, og hafði orðið að kaupa jörðina með verði sem mið- aðist við gróða styrjaldaráranna. Hákon Finnsson lagði orku sína og sinna nánustu í að gera Borgir að glæsilegri jörð. Hann sléttaði allt túnið og færði það stórum út. Ég hygg að hann hafi að mestu leyti notað spaðann og rekuna, en ekki dýrar, aðfengnar vinnuvélar. Og þessar sléttur voru ekki nein akta- skrift. Ef honum þótti dældir vera í túninu, meira en honum fannst heppilegt frá fegurðarsjónarmiði, þá flutti hann fjölda ækja af mold til að fylla lægðirnar. Á þann hátt varð túnið prýðilega fallegt, og þó vitanlega dýrmætast í augum ein- yrkjans sjálfs, sem á þar þúsund- ir dagsverka, sem varið hefir verið til þess að gera túnið bæði gott og fallegt. Þá var bærinn. Þar stendur ekki steinn yfir steini af gömlu bygg- ingunni. Hákon færði bæinn til, á þann stað sem honum þótti feg- urstur. Þar hefir hann gert stóran og einkennilegan steinbæ, með háu þaki, torfklæddu ofan á bárujárni, og göflum, sem vita fram að ánni og austursól. Nokkuð frá bænum eru peningshús og hlöður, allt í einu lagi. Hákon og börn hans hafa líka steypt f járhúsin og gert þau með miklum hagleik og hug- viti. Hákon Finnsson er bókamaður mikill og skrifstofumaður. Hann ritar prýðilega rithönd og hefir í dálítilli ritaðri bók skýrslu um það, hversu hann hefir numið land á Borgum. Svo nákvæmur er Hákon, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.