Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 49

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 49
5 VÓL sem fengið hefir peningana, hvað segir þú um systur þína? — Systir mín kemur ekki þessu máli við, sagði Hansen, og rödd- in var dálítið hærri en venjulega, — og auk þess er þó munur á 1200.00 og 5000.00 krónum. Svo sagði frú Hansen eitthvað, og svo sagði Hansen eitthvað, og þegar þau um kvöldið fóru í rúm- ið, sneru þau bökum saman, án þess að bjóða hvort öðru góða nótt. Þetta var byrjunin. Næsta dag fór Hansen á fætur eins og venjulega, og frú Hansen gerði slíkt hið sama. En þar sem bæði voru sannfærð um, að þau hefðu á réttu að standa, fann hvor- ugt þeirra ástæðu til þess að láta undan. Og Hansen, þessi jafngeðja og hægláti maður, sýndi nú, að hann var þrár eins og naut, en frú Hansen opinberaði innibyrgða gremju, sem blátt áfram heimt- aði að fá framrás. Já, þannig getur það verið. Eftir því sem þráinn í Hansen birtist í meiri ró og hægð, eftir því varð frú Hansen æstari, og þannig fjarlægðust þau meir og meir hvort annað. Það hljómar undarlega, en það gerist líka svo margt undarlegt á lífsleiðinni, og hr. og frú Hansen hljóta að hafa þarfnazt þessar- ar hreinsunar, eftir svo margra ára hægláta og rólega sambúð. Á þessu tímabili batnaði minnið al- veg undarlega. Hann mundi nú M1 sitthvað, sem hún hafði sagt eða gert fyrir mörgum árum, og hún sá nú, að í mörg ár hafði hún skoð- að hann í röngu ljósi. — Og þann- ig leið tíminn, þangað til frú Han- sen einn dag hrópaði, að nú gæti hún ekki þolað þetta lengur, hún vildi fá skilnað, meðan hún ennþá héldi fullu viti. — Tja, sagði Hansen, hægt og rólega, það væri ef til vill það bezta, en hvað svo? — Hvað svo, hvein í frú Han- sen, — ég vil heldur ganga í hús- in og þvo stiga frá morgni til kvölds en lifa þessu lífi, og á morg- un fer ég og tala við málafærzlu- manninn. — Tja, alveg eins og þú vilt, sagði Hansen. Málafærslumaðurinn varð alls ekkert hissa, þegar frú Hansen, með tárvotum augum, sagði hon- um píningarsögu sína. — Það er alls engin nýlunda, að hjón skilji, eftir að hafa verið gift í 15—16 ár, þá bila taugarnar, eða eitthvað annað kemur fyrir, — hvað segir maðurinn yðar um þetta ? — Honum stendur á sama, snökti frú Hansen, hann hefir aldrei elskað mig, það sé ég nú. En auk þess getur hann farið til síns fólks, sem hann er nú svo hrifinn af. Áður fyr kærði hann sig ekkert um sitt fólk, en nú, — það er alveg óþolandi, alveg eins og mitt fólk séu tómir fjárglæfra- menn og svikarar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.