Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 60

Dvöl - 01.07.1937, Blaðsíða 60
258 D V ö L þráði samt hið tæra sakleysi og þá gleði, sem hann naut við að horfa á andlit Stellu. Hann stóð upp við vegginn bak við píanóið og sá, þegar hún kom inn og leit fyrst dálítið tómlega í kringum sig, eins og hún hefði orðið fyrir vonbrigðum; svo kom hún auga á hann og brosti snöggu, ljómandi brosi, sem hlýjaði Ashurst um hjartarætur, en féll honum þó ekki með öllu vel í geð. „Þér komuð aldrei á eftir okkur, Frank.“ „Nei, ég gat ekki komið því við.“ „Sjáið þér hérna! Við tíndum svo yndislegar fjólur!“ Hún rétti út höndina, sem hélt á blómvendi. Ashurst teygaði angan þeirra og í huga hans vöknuðu óljósar þrár, en allt í einu viku þær fyrir mynd- inni af andliti Megan, þar sem hún horfði áhyggjufull og leitandi framan í þá, sem um veginn fóru. „En hvað það var skemmtilegt! “ sagði hann stuttlega og fór burt. Hann fór upp í herbergið sitt, og vegna þess að hann kærði sig ekki um litlu telpurnar, sem voru á leið upp stigann, fleygði hann sér í rúmið og lá þar með armana kross- lagða yfir andlitinu. Nú, þegar hann fann, að teningunum var í raun og veru kastað, og að hann var búinn að sleppa Megan, þá fylltist hann hatri á sjálfum sér og lá við að hann hataði Halliday- systkinin líka og þetta andrúms- loft, sem var umhverfis þau og minnti á heilbrigð og hamingjusöm ensk heimili. Hversvegna þurftu þau endilega að rekast hingað til þess að flæma burt hans fyrstu ást — til þess að sýna honum að hann var í þann veginn að verða eins og hver annar réttur og slétt- ur kvennabósi, sem dregur ungar stúlkur á tálar? Hvaða rétt hafði Stella til þess, með sinni björtu, hlédrægu fegurð, að færa honum heim sanninn um það, að hann myndi aldrei ganga að eiga Meg- an; varpa á hana slíkum skugga, valda honum sársauka og vekja hjá honum svo beiska iðrun og þrá? Nú væri Megan komin á heimleið aftur, uppgefin af hinni sorglega árangurslausu leit sinni — veslingurinn! — og bjóst nú kannske við að finna hann, þegar hún kæmi heim. Ashurst beit í jakkaermina sína til þess að kæfa andvarp, sem brauzt fram, þrung- ið af iðrun og þrá. Hann var fá- talaður og í vondu skapi við mið- degisverðarborðið, svo að jafnvel telpurnar tóku eftir því og höfðu sig lítið í frammi. Þetta var dáuf- legt og heldur leiðinlegt kvöld, því að þau voru öll þreytt; nokkrum sinnum varð hann þess var, að Stella horfði á hann vandræðaleg og döpur á svipinn, og hinu vonda skapi hans geðjaðist vel að því. Hann svaf hörmulega illa um nótt- ina; fór eldsnemma á fætur og gekk út. Hann rölti niður að sjón- um. 1 einverunni hjá hinu kyrrláta, bláa, sólgyllta hafi létti honum ofurlítið í skapi. Þvílík höimska —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.