Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 4
266 D V ö L hljóp nú um í búðinni og skaut gamla manninum skelk í bringu með fífldirfsku sinni, athafnaþrá og forvitni um koparkatlana stóru, sem voru innmúraðir í leirofna. „Þegar ég var barn,“ sagði Lu Chen á hverjum degi við sonar- son sinn litla, ,,þá kom ég aldrei nærri stóru kötlunum. Ég hlýddi afa mínum og hljóp ekki um allt eins og heimskur kjúklingur." En sonarsonurinn skildi ekkert af þessu. Hann var ekki altalandi ennþá, en hann bar vel skyn á, að hann var augasteinn afa síns. Ferðalög hans umhverfis ofnana héldu því áfram. Hann var því auðvitað ekkert óvanur, að vera skyndilega þrifinn upp á kragan- um og fluttur þannig inn í innri stofuna. „Ég skil ekki þetta barn,“ sagði Lu Chen við soninn sinn, unga og hávaxna. „Hvenær ætlar þú að kenna honum að hlýða?“ Sonur Lu Chen hafði verið lat- ur og óánægður með allt síðan á fjórða ári sínu í milliskóla ríkis- ins. Nú yppti hann aðeins öxlum og svaraði næstum því önuglega: „Við erum ekki svo mikið gefin fyrir hlýðni um þessar rnundir." Lu Chen leit hvasst á hann. Hann vildi aldrei viðurkenna, að sonur sinn væri í raun réttri lat- ur. Jafnvel á nóttunni, þegar hann hvíldi við hlið konu sinnar bak við tjöld bambusrúmsins, vildi hann ekki viðurkenna það. Stundum sagði hún: „Drengur- inn hefir ekkert við að vera. Búð- in er lítil, og þar er raunverulega ekkert að gera, nema fyrir einn mann. Ef þú drægir þig í hlé og hvíldir þig — ertu ekki orðinn fimmtugur? — og létir syni þín- ^ um eftir að hugsa um verzlunina — væri ekki vit í því? Hann er orðinn tvítugur, en þarf þó hvorki að afla hrísgrjóna handa sér, konu sinn eða barni. Sjálfur vinnur þú öll störfin. Hversvegna varstu eig- inlega að láta hann ganga í skóla, fyrst hann á bara að ganga iðju- laus?“ Lu Chen sparkaði ofan af sér þykka, bláa vattteppinu. Honum fannst þetta tal, um að hann yfir- ^ gæfi vinnu sína, ætla að kæfa, sig. Sú raunverulega ástæða þess, að hann hafði látið soninn halda á- fram námi ár eftir ár, var aðeins sú, að hann vildi hafa verzlunina út af fyrir sig. „Stærri ketillinn er aldrei eins fágaður og ég vil“, umlaði hann. „Ég hef sagt honum aftur og aft- ur: Taktu öskuna úr ofninum, bleyttu hana og núðu henni yfir koparinn, þegar hann er þurr orð- inn — en hann vill aldrei gera það.“ „Vegna þess, að þú ert aldrei ánægður með það, sem hann ger- ir“ svaraði kona hans. Hún var stór og sterkbyggð kona. Það mót- aði varla fyrir litlum og visnum líkama Lu Chen undir teppinu, borið saman við hina geysi-vöðva- miklu konu hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.