Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 8

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 8
270 D V Ö L byssu og skotfæri. En það var strax tekið fram í fyrir honum. ,,Nýi vegurinn verður lagður hér fram hjá búðinni þinni. Hvað heitir þú, gamli maður?“ Liðsfor- inginn blaðaði í flýti í nokkrum skjölum, sem hann tók upp úr vasa sínum. ,,Lu, já! Þrjátíu fet af lóð- inni þinni verða tekin. Eftir hálf- an mánuð verður búðin að vera farin. Annars rífum við hana. Hann braut skjölin hirðuleysislega saman og stakk þeim aftur í vas- ann. Svo bjóst hann til burtferð- ar. Með honum höfðu komið þrír óbreyttir hermenn, einnig þeir bjúggust til brottferðar. Lu Chen kom engu orði upp. Hann saup hveljur, en hálsinn var þurr. Hann kom engu hljóði upp. Einn her- mannanna leit til hans með for- vitni og meðaumkun. Og það var þessi meðaumkun, sem losaði kökkinn úr hálsi Lu Chen. „Tíu þúsund dollara!" hrópaði hann hásum rómi á eftir liðsfor- ingjanum. Liðsforinginn nam tafarlaust staðar og sneri sér við. „Hvað var það?“ spurði hann hörkulega. „Verðið á lóðinni minni er tíu þúsund dollarar,“ stamaði Lu Chen. Liðsforinginn greip byssuna, Lu Chen forðaði sér dauðskelkaður inn fyrir dyrnar og lokaði hurð- inni. En ungi maðurinn þoldi það ekki. Hann rak byssuna af þvílíku afli í hurðina, að Lu Chen hrökkl- aðist aftur á bak og rak sig á barnið, sem þegar fór að gráta. Aldrei hafði það brugðizt, að Lu Chen kæmi þjótandi, ef barnið heyrðist gráta. En nú veitti hann því ekki einu sinni athygli. Hann starði á liðsforingjann eins og hann væri töfrum bundinn og end- urtók í sífellu alveg utan við sig: „Tíu þúsund dollara, tíu þúsund dollara.“ Liðsforinginn mældi hann með augunum. „Það er þitt framlag til nýju höfuðborgarinnar," sagði hann og hló háðslega. Síðan gekk hann leiðar sinnar með hvellu skip- unarhrópi. Framlag? Hvaða framlag? Barnið lá kjökrandi á leirgólfinu. Það var vant að liggja þar, sem það hafði dottið, því að ávallt hafði einhver komið og tekið það upp. En nú kom enginn. Lu Chen horfði gegnum dyrnar á eftir unga manninum. Hjartað barðist svo í brjósti hans, að hann gat naumast dregið andann. Láta búðina sína af hendi, lífið sjálft? Hvaða þvað- ur var þetta um nýja höfuðborg? Hvað kom honum það við? Hann sneri sér við og sá barnið, lyfti því upp og settist með það á hnján- um. Barnið átti búðina! Enginn gat tekið hana frá honum. Reið- in svall honum í brjósti og rak óttann brott. Honum varð hug- hægra. Aldrei skildi hann yfirgefa verzlunina — aldrei! Hér skildi hann sitja þangað til þeir rifu burtu síðasta þaksteininn yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.