Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 12

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 12
274 D V ö L „Einnig þú, sonur minn?“ hvísl- aði hann. Ungi maðurinn strauk hárið óþolinmóður frá enninu. „Pabbi, það þýðir ekkert að veita viðnám. Það kemur samt. Hugsaðu þér þýðingu nýs vegar, sem liggur gegnum bæinn okkar! Bílar, sem þjóta fram og aftur! 1 skólanum sá ég einu sinni mynd af götu í útlendri borg — stórar sölubúðir og bílar, sem þutu fram og aftur. En v i ð höfum bara hjólbörur og asnavagna, sem troð- ast hverjir innan um aðra á göt- unum. Minnstu þess, að þessar götur voru lagðar fyrir þúsund ár- um síðan. Eigum við aldrei að fá nýja vegi og nýjar götur?“ „Hvaða gagn er að þessum bíl- um?“ muldraði Lu Chen. Síðustu vikur hafði hann oft séð þá þrengja sér áfram og sópa fólkinu tillitslaust til hliðar, svo að það varð að forða sér inn í hús eða hliðargötur. Hann hataði þá. „Forfeður okkar —“, byrjaði hann. En ungi maðurinn smellti með fingrunum. „Látum þá eiga sig!“ hrópaði hann. „Ég fæ fimmtíu dollara á mánuði hjá nýja vegin- um“. Fimmtíu clollara á mánuði? Lu Chen kom engu orði upp. Aldrei hafði hann séð svo mikla peninga í einu. Það fór ofurlítið að mild- ast úr honum og kona hans hætti að gráta. „Hvaðan fá þeir alla þessa pen- inga?“ spurði hann áhyggjufullur. „Nýja stjórnin hefir heitið þeim“, svaraði sonur hans fullur af sjálfstrausti. „Þá kaupi ég mér nýjan, svart- an silkifrakka“, sagði móðir unga mannsins, og yfir andliti hennar birti á ný. Og eftir stundarþögn, þegar hún hafði hugsað betur um frakkann, rak hún upp háan, hás- an hlátur. Þegar Lu Chen hafði hugsað málið, sá hann að búðin hlaut að vera eyðileggingunni ofurseld, því að nú var hún ekki lengur skilyrð- ið fyrir lífsframfæri þeirra. Hann sat grafkyrr allan daginn og kveikti ekki upp eld undir stóru kötlunum, sem í fyrsta skipti í sextíu ár urðu kaldir. Þegar fólk kom til að kaupa vatn, sagði hann: „Þess er ekki lengur þörf. Nú eigið þið að fá vatnspípur með krönum. Þangað til verðið þið sjálf að hita vatn“. Forvitna ambáttin rak út úr sér tunguna, litla, blóðrauða tungu, en hann hristi aðeins höfuðið, án þess að láta sig það nokkru skipta. Næsta dag spurði sonur hans: „Eigum við ekki að fá múrsmiði til að rífa húsið, svo að við miss- um þó ekki allt?“ Þetta kom ofurlitlu róti á hug hans. „Nei“, hrópaði hann. „Fyrst þeir ætla að ræna mig, þá er bezt, að þeir ræni öllu.“ Fjóra daga sat hann í húsi sínu og neitaði að mat-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.