Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 13

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 13
D V o L £75 ast, neitaði jafnvel að opna dyrn- ar, þctt hann heyrði eyðilegging- una færast nær og nær. Hann heyrði brak fallandi múra, alda- gamlar timburbyggingar stynja og veina um leið og þær féllu og hann heyrði grát margra manna, sem urðu að þola eyðileggingu heimila sinna, eins og hann sjálf- ur. Að morgni fimmta dagsins var barið fast að dyrum. Hann stóð tafarlaust á fætur og opnaði hurð- ina. Úti fyrir stóðu tíu menn vopn- aðir öxum og hökum. Hann horfði beint á hópinn. ,,Þið eruð komnir til þess að eyðileggja búðina mína ? Ég er varnarlaus. Gerið svo vel, byrjið!“ Og hann settist aftur á bekkinn, en þeir hópuðust inn. Það var enga meðlíðan að sjá á svip þeirra. Á sama hátt höfðu þeir eyðilagt hundruð heimila og verzl- ana. Honum var vel ljóst, að í þeirra augum var hann aðeins gamall maður, bara erfiðari við- fangs en hinir. Kona hans, sonur, tengdadóttir og barnabarn, höfðu um morgun- inn flutt til eins vinar þeirra og setzt þar að með alla búslóð sína. Aðeins bekkurinn, sem Lu Chen sat á, og stóru katlarnir höfðu orðið eftir. Sonur hans hafði sagt: „Komdu nú með mér, pabbi. Ég hef komið öllu í lag — ég hef tek- ið lítið hús á leigu. Kaupið mitt fyrir fyrsta mánuðinn hef ég feng- ið greitt“. En Lu Chen hristi að- eins höfuðið og sat kyrr, þegar hin fóru burtu. Þarna voru stóru kop- arkatlarnir innmúraðir í leirofn- ana. Tvelr verkamenn urðu að nota haka til bess að losa þá. ,,Afi mlnn steypti þá fasta“, sagði hann allt í einu. „Slíkir verkamenn finnast ekki nú á tím- um“. Þetta var það eina, sem hann sagði meðan þeir rifu burtu þak- steinana, svo að birtan tók að streyma inn milli sperranna. Að lokum voru einnig sperrurnar teknar og hann sat milli fjögurra nakinna steinveggja, mitt í sterk- um geislum hádegissólarinnar. Veikur og máttfarinn sat hann þar allan síðari hluta dagsins, og þegar kvöldið gekk í garð, sat hann enn kyrr. Þá var ekkert orð- ið eftir af búðinni hans annað en haugur af múrsteinum og sundur- höggnum bjálkum. Katlarnir tveir risu einir úr rústunum. Fólk horfði forvitnislega á hann, en sagði ekk- ert, og hann sat enn. Það var næstum orðið aldimmt, þegar sonur hans kom og tók í hönd hans. — „Barnið vill ekki borða, af því að þú ert ekki kom- inn, pabbi“, sagði hann þýðlega. Þá reis Lu Chen á fætur með mjög öldungslegum hreyfingum og fylgdist með syni sínum. Þau settust að í litlu húsi með stráþaki við enda Norðurgötu. Þar var óbyggt svæði og graslendi um- hverfis. Lu Chen, sem hafði alið allan aldur sinn í ys og hávaða götunnar, þoldi ekki þögnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.