Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 14

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 14
276 D V ö L Hann þoldi ekki að horfa út yfir óbyggt landið umhverfis. Allan daginn sat hann í litla svefnher- berginu, án þess að hugur hans væri raunverulega bundinn við neitt. Þegar ekki var lengur þörf fyrir vinnu hans, varð hann fljót- lega gamall — mjög gamall mað- ur. I lok mánaðarins kom sonur hans heim með fimmtíu kringlótta silfurdollara og sýndi þá fullur af hrifningu. ,,Það er meira en búðin gaf nokkurn tíma af sér“, hrópaði hann. Hann var ekki lengur latur og kærulaus og grái einkennisbún- ingurinn var vandlega hnepptur. En Lu Chen tautaði aðeins fyrir munni sér: „Stóru katlarnir tveir tóku að minnsta kosti tuttugu gallónur af árvatni". Kona hans sýndi jafn óglepjan- lega ró í þessu nýja húsi og endra- nær. Dag einn sýndi hún honum nýja silkifrakkann sinn. „Móðir mín“, sagði hann seinlega „átti einu sinni gráan frakka, sem var fóðraður með silki“. Og svo féll hann aftur í sama sljóa mókið. Enginn gat fengið hann út fyr- ir dyr. Dag eftir dag sat hann inni í stofunni. Hár hans varð hvítt og andlitsdrættirnir, sem áður höfðu borið vott vinnu og annríkis, urðu slappir. Lítil, hvöss og athugul augun urðu sljó og skýjuð eins og í gömlum manni. Aðeins barnið gat öðru hvoru haft ofan af fyrir honum stutta stund í einu. Það var líka barnið, sem að lok- um gat lokkað hann út. Meðan skammdegisdagarnir urðu æ styttri, sat hann við litla glugg- ann á stofunni sinni og starði út. Eina tilbreytingin í lífi hans voru nú máltíðirnar þrjár á hverjum degi. Nætursvefn hans var óróleg- ur, enda sat hann stundum í stóln- um alla nóttina og hvíldi höfuðið á borðinu. Eftir viku-rigningu kom einn af þessum undursamlegu blíðviðris- dögum, sem eru einskonar milli- þáttur haustsins og hins raunveru- lega vetrar. Allan morguninn hafði hann fundið þessa mildu, votu hlýju. Hallir geislar sólarinnar skinu gegnum grá ský og vörpuðu ljóma á landið. Hann varð gripinn eirðarleysi og opnaði gluggann. Fersk angan votrar moldarinnar fyllti vit hans. „Ég hefði getað safnað regnvatni í fullan ketil,“ sagði hann og nusaði eftir væt- unni. 1 gamla daga var regnvatn í háu verði. f sama bili kom barnið og tók í hönd hans. „IJt, út!“ hrópaði það og hló skipandi. „Komdu og leiktu þér!“ Lu Chen fann til einkennilegr- ar, æsandi þrár. Jæja, hann gat kannske gengið út ofurlitla stund. Hann stóð seinlega á fætur, tók bamið við hönd sér og gekk út. Það var mjög hlýtt og sólskinið hafði hressandi áhrif. Hann rétti sig upp með erfiðismunum og gekk í áttina að nokkrum húsum í grenndinni. Hann ætlaði rétt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.