Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 20

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 20
282 D V Ö L ur þáttur í samkvæmum ungra manna og meyja. Hann hefir einn- ig þann kost að vera sú skemmtun sem flestir eða allir geta tekið þátt í. En samt er það svo, að hóf er bezt í hverjum hlut. Og það lýsir ekki sérstaklega háu stigi mann- þroska og menningar, þegar dans- inum er skipað algjört öndvegi á samkomum og hann látinn sitja svo í fyrirrúmi, sem hið eina nauð- synlega, að ekkert annað kemst að. Sú samkomumenning er trauðla haldgóð, þar sem dansinn, og dansinn einn, er bæði uppistað- an og ívafið. En það er fleira en þetta, sem einkennir hjá oss laugardagskvöld- in og sunnudagana. Mér er sagt, að flest velsæmisbrot og ölæðisaf- glöp séu einmitt framin á þessum tíma — í frístundum þjóðarinnar. Þá er drykkjuskapur meiri og al- mennari en aðra daga vikunnar, og þá er aðsóknin að kaffihúsum og knæpum kaupstaðanna mest. Er þetta annars ekki ærið um- hugsunarefni hverjum hugsandi manni, ef það er rétt, sem ég hefi verið að sýna hér fram á, að sunnudagarnir séu af mörgum óhyggilega og illa notaðir, og sú misnotkun sé að fara í vöxt? Sunnudagarnir eru frístundir þjóðarinnar, og þeir ættu því að geta verið hennar björtustu ham- ingjudagar, og fært oss mestan menningarlegan vinning, ef rétt væri á þeim haldið af oss sjálfum og þeir réttilega notaðir. Finnst mönnum ekkert athugavert og nið- urlægjandi við það, ef sunnudag- arnir, þeir dagar, þegar þjóðin er frjáls og sinn eiginn húsbóndi, ef þeir takast langtum ver en virku dagarnir? Ef letin og ómennskan, nautnasýkin, og jafnvel afbrot og glæpir einkenna þá daga framar öðrum dögum vikunnar? Ef notkun sunnudagsins, eins og hún er nú, er réttur mælikvarði á manndóm, siðfágun og þroska þessarar þjóðar, og þá sérstaklega hinnar yngri kynslóðar, sem á að erfa landið, þá ber sá mælikvarði ekki nútímamenningunni að öllu leyti glæsilegt vitni. En ég er að vona, að þessi mælikvarði sé ekki allskostar réttur. Ég er að vona, að æska landsins mundi í raun og veru vilja nota sunnudaginn á annan og hollari hátt, ef henni væri bent á leiðirnar til þess, og rækilegar til þess hvött og til þess hjálpað af mætustu mönnum þjóð- arinnar. Ég tel til dæmis ekki vafa á því, að í hverjum einasta íslenzkum kaupstað og kauptúni og í hverri sveit landsins, séu fleiri og færri unglingar og jafnvel fulltíða fólk, sem gjarna vill afla sér ýmiskon- ar fræðslu og menningar, en hefir hvorki efni eða tækifæri til þess að sækja alþýðuskóla- eða gagn- fræðaskóla, ekki sízt ef fara þarf til þess í fjarlæg héruð. En allt þetta fólk á sunnudagana sína sjálft að miklu eða öllu leyti. Það hefir á hverjum einasta vetri ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.