Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 21

Dvöl - 01.09.1937, Blaðsíða 21
D V ö L 283 minna en heilan mánuð af frídög- um og sunnudögum til umráða. Væri nú ekki tiltölulega auðvelt að hjálpa þessu fólki áfram til nokk- urrar menningar, að minnsta kosti í þéttbýlinu við sjávarsíðuna, og það með tiltölulega litlum kostnaði, og gjöra því um leið sunnudagana arðvænlegri og hollari? Skólahús eru þegar til í kaupstöðum og kauptúnum, og þau standa ónotuð á sunnudögum. Kennslukraftar eru þar einnig víðast hvar fyrir hendi. Auk barnakennaranna sjálfra eru í flestum kauptúnum búsettir einhverjir þeir menn, er sunnudagafræðslu gætu annazt, svo sem prestar, læknar og aðrir skólagengnir menn. Það ætti því víðast að vera, ekki aðeins fram- kvæmanlegt, heldur tiltölulega auðvelt að koma upp fræðsluskól- um fyrir almenning á sunnudögum í flestum kauptúnum, ef áhugi og skilningur á því málefni væri vak- inn, og ekki sízt ef þing og stjórn vildu á einhvern hátt ýta undir og hjálpa slíkri starfsemi af stað. í sveitunum er þetta að vísu örð- ugra, en þó langt frá því að vera ókleift. En það sem stærstan og veiga- mestan þátt gæti lagt til slíkrar alþýðufræðslu nú, er útvarpið, þetta mikla furðuverk mannlegs hugvits og snilli, þetta víðfeðm- asta menningartæki, sem veröldin á til. Á fyrsta vetrardag minntist for- maður útvarpsráðsins, í erindi um vetrardagskrána, nokkrum orðum á kennslustarfsemi útvarpsins undanfarið. Hann tók það þar réttilega fram, að margar fleiri námsgreinar en tungumáíin mundu vera prýðilega fallnar til þess að kenna þær í útvarpi. En hann gat þess jafnframt, að það, sem gerði útvarpsráðið hikandi við að bæta við nýjum kennslugrein- um, væri meðal annars það, að eft- ir fengnum upplýsingum að dæma væri þátttakan í útvarpsnáminu ennþá fremur lítil og Jangt frá því svo almenn sem æskilegt væri. Það hryggði mig að heyra, hve undra- fáir þeir voru, sem höfðu notað sér hina ágætu málakennslu út- varpsins til fullnustu og sent stíla sína til leiðréttingar. Mér flugu ósjálfrátt í hug þeir tímar, sem ekki eru ýkja fjarlægir, þegar menntaþráin brann svo heitt í brjóstum íslenzkrar æsku, að ung- lingarnir notuðu svo að segja hverja frístund til sjálfsnáms við lítil skilyrði og fáskrúðugan bóka- kost, og það jafnvel stundum í fullri óþökk húsbænda og foreldra. Mér flugu í hug þeir menn, sem í hörkuveðrum stóðu yfir beitarfé á vetrum og lærðu þar að draga til stafs og jafnvel að verða sæmi- legir skrifarar, en höfðu ekki til þess önnur tæki en fönnina fyrir blað og broddstafinn fyrir penna. Eru það nú afkomendur þessara manna, sem vilja ekki eða nenna ekki að hlusta á þá fræðslu og til- sögn ágætustu manna, sem útvarp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.